Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 101
101
ljós, að plantan að vissu leyti jórtrar; þegar blöðin eru fallin,
heldur hringrásin áfram, — ummyndun efnanna, — pang-
að til plantan loksins að miðjum vetri tekur sér tiltölu-
lega stuttan hvíldartíma, — því löngu áður en hún fær ný
blöð með vorinu, þá byrjar hræring hið innra í henni;
efnin ummyndast að nýju og flytjast hvert í sinn stað.
Það er nú einkum í þessum innri hræringum sem ein-
kennileiki plöntutegundanna lýsir sér.
Þegar því gera skal tilraun með nýjar trjátegundir í
einhverju landi, þá er það fyrir öllu, að fá hringrásina
hjá hinni einstöku plöntu til að falla hagkvæmlega inn í
hringrás þeirrar náttúru, sem kringum hana er. Það er
þetta, sem vér höfum verið að brjótast í þessi 4 ár, sem
vér höfum verið að fást við þetta skógmál Islands. Það
hefir verið sagt, að tilraunirnar ætti að gera með norsk-
um plöntum, af því ioftslagið hér og i Noregi væri svo
líkt; upp á það að gera heid ég þá að maður ætti heldur
að viðhafa amerikskar piöntur. En það er lítil áherzla
leggjandi á þetta atriði, þvi þegar til als kemur, þá eiga
ekki neins annars lands plöntur við ísland; eigi að fram-
leiða skóg á Islandi, þá segir það sig sjálft, að það verð-
ur að vera með íslenzkum plöntum. Maður getur ekki
farið að eins og úrsmiður, tekið mál að tannhjóli og
skeytt því inn svo að það falii undir eins mátulega inn í
alla hringrásina. Nei, það verður að samlagast eða réttara,
það verður að samlaga sig sjállt. Menn verða að fylgja
hinu mikla lögmáli samlöguuatinnar, sern, eins og kunn-
ugt er, heíir verið viðfangsefni liinna mestu náttúrufræð-
inga heimsins. Oss riður á að finna trjátegundir þess
eðlis, að innri hringrás þeirra sé í svo nánu samræmi
við hina ytri hringrás náttúrunnar hér á Isiandi, að þær
kunni hér við sig, verði viðeigandi. Þess vegna er mest
undir því komið, að fá plönturnar hingað fluttar með svo
óraskaðri hringrás sem framast er unt; það verður að við-