Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 167
167
hafði fullmektugur á skrifstofu stiftamtmanns, en ekki að
sumu leyti farið það vel úr hendi. 17 apríl fékk stiftamt-
maður fararleyfið til Kaupmannahafnar og ég tókst á hend-
ur að gegna embætti hans og dvelja i Reykjavíká meðan á því
stæði. Kona min fór því næst í maím. suður með Finn
son okkar á jagt, sem Bjarni kaupmaður Sivertsen léði'til
þess að sækja hana, en ég fór í júním. embættisferð um
Vestfirði og kom ekki til Reykjavíkur aftur fyr en í lok
júlfm.; 10 d. ágústm. tók ég svo við stiftamtmannsemb-
ættinu. Strax eftir komu sína til Kaupmannahafnar (9
sept. 1823) fékk Moltke veitingu fyrir Præstö-amti á Sjálandi
og setti þá rentukammerið mig (30 sept.) til þess á eigir
ábirgð að stjórna stiftamtmannsembættinu, meðan það væri
laust. Gegndi ég embættinu sem settur til 2 marzm. 1824,
er kammerjúnker P. F. Hoppe, dóttursonur íslendingsins
Þorkels Fjeldsteds, fyrverandi stiftamtmanns í Þrándheims
stifti, var skipaður amtmaður í suðuramtinu og settur stift-
amtmaður. En þar eð Hoppe kom ekki til íslands fyr
en 2 ágúst, þá varð ég um þessa millibilstíð að stjórna
embættinu fyrir hans hönd. Það var þá orðið mjög á-
liðið og engin ráðstöfun gerð til ferðar minnar
vestur á því ári, svo að ég varð vetrarlangt í Reykjavík
og fékk ég húsnæði í yfirréttarhúsinu. Rentukammerið
hafði annars leyft mér, að ég mætti búa i biskupsstofunni,
sem kölluð er, en það leyfi notaði ég ekki, því hefði ég
gert það, mundi biskupsfrú Vídalín hafa orðið húsnæðis-
laus. Fyrir að gegna stiftamtmanns-embættinu fékk ég
með kgs. úrskurði 3 júní 1825 650 rd. þóknun, en af
Moltke hvorki áskildi ég mér borgun né fékk hana og
sama var er ég gegndi embættinu fyrir Hoppe.
Vorið 1825 hafði Hoppe fengið fararleyfi til Kaup-
mannahafnar til að gifta sig þar um haustið. Hann bað
mig því að lengja dvöl mína í Reykjavík til næsta árs og
standa íyrir embætti sínu þann tíma. Þessu lofaði ég,