Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 61
61
og bezt sést á því, að hann skyldi aldrei fá neitt veður
af þessari merkilegu uppgötvun öll þau ár, sem hann
var sjálfur að skoða landið; ekki var það þó ?f því, að
hann þekti ekki staðinn, hann hafði vitnað í hann oftar
en einu sinni.* 1
En það er sitthvað annað þessu máli við vikjandi,
sem gegnir nokkurri furðu. Jeg skal sem minst fara út
íjþessa sálma hér, en aðeins geta þess, sem þó er minst
vert, að á hinum nýja jarðfræðisuppdrætti íslands, þá nefnir
próf. Thoroddsen »Glacial volcanoes« (eldfjöll er gosið
hafa á ísöld) það sem hann á öllum eldri jnrðfræðis
uppdráttum sínum hafði nefnt »eldfjöll, er gosið hafa
á undan ísöld* (Preglacial Volcanoes), og hið sama
er að segja um dóleríthraunin; þau eru á uppdrættinum
nefnd »preglacial and glacial«,en áeldri uppdráttum aðeins
»preglacial« (»runnin á undan ísöld«). I »Eimreiðinni
1902 s. 113 segir próf. Thoroddsen þó: »flest grásteinshraun
[dóleríthraun] hafa runnið fyrir isöld« . . . . ; en það
er um þau grásteinshraun að segja, sem ég hef séð, norð-
anlands vestan eða sunnan, að það verða ekki færðar til
neinar líkur, að neitt af þeim hafi runnið fyrir ísöld; eins
og ég vona að skýrist nokkuð af því, sem seinna mun
sagt verða.
Sumurin 1900—1902 hef ég með tilstyrk Carlsberg
sjóðsins haldið áfram rannsóknum mínum á móbergs-
myndaninni, og hefur það komið æ betur og betur í Ijós,
að aðal menjar ísalda hér d landi er að finna einmitt i
peim jarðmyndunum, sem menn kéldu áður að gjörzt hefðu
’) Thoroddsen þýðir þennan stað i tilvitnunarmerkjum i
Eimr. s. 163: hefur hann þó sleppt orðunum „im Miocen“; liklega
i ógáti, en ekki af þvi að þau gjöra uppgötvun hans tortryggi
lega.