Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 62
62
jyrir ísöld.1 Eru þessar isaldarmenjar næsta stórgjörðar og
einkennilegar og ólíkar því sem annarsstaðar gjörist; kem-
ur það af því, að hér hafa á stórfenglegasta hátt unnið
saman eldur og ís, öflin að ofan og neðan.2
Aska og víkur hefur lagst ofan á jökulurðir, síðan
hraun runnið þar yfir, því næst aftur komið jökull, sem
skildi eftir jökulurð o. s. fr., og þetta altsaman er einmitt
það, sem nefnt hefur verið í einu orði móbergsmyndanir
(»Palagonítformation«); við jökulhlaup hefur hvort-
tveggja blandast saman, gosgrjót og jölcla, o. s. fr. því
næst klofnaði jörðin og stórar spildur sukku en aðrar
stóðu eftir sem fjöll og ásar, (smóbergsfjöllc) og í hömr-
um þeirra sjáum vér þverskorin hin ýmsu lög, sem
hvert um sig segja frá sérstökum atburðum í jarðsögu
landsins.
Víðast hvar í móbergshéruðunum er ekki auðið að sjá
hvað undir »móberginu« sé; blágrýtislögin, sem óhætt er
að ætla að sé undirstaðan, hafa sokkið svo djúpt. En á
Snæfellsnesi hagar nokkuð öðruvisi til, móbergsmyndanin
er að vísu mjög lík þar og t. a. m. i Hreppunum og á
hálendinu þar fyrir ofan; þar eru jökulurðir, fornt ár-
grjót, hraunlög og »túff brecciur« ýmiskonar (móberg
og þussaberg); en blágrýtisundirstaðan hefur ekki sigið
‘) Um rannsóknir þessar lief ég ritað í „det kongel. danske
Yidensskah. Selsk. Oversigter“ 1901, „geolog. Föreningens i
Stockholm Förhandlinger“ 1902 og „the Quarterly journal of the
geol. society of London“ 1903; en meiri hlutinn af athugunum
mínum er enn ekki komin á prent.
*) Sjá um þessi öfl t. a. m. ritgjörð um tjöll í þessu tima-
riti 1899. Jökulhlaupið sem lýst er í 28. blaði Þjúðólfs þ. á.
getur gefið mönnum nokkra hugmynd um slíkt, og er þó enginn
vafi á, að það eru smá-umbrot ein hjá því, sem stundum hefur
gengið á fyr meir.