Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 185
185
Því þótt í orði kveðnu einungis væri lagður tollur á óhófs-
eða munaðarvöru, þá er þó enginn eíi á, að verzlunar-
stéttin mundi ríkulega ná upp aftur þvi gjaldi með því
að hækka verðið, ekki að eins á þeirri vöru, heldur einn-
ig á nauðsynjavörunni, og með því að setja niður verðið
á úíflutningsvöru landsins og mundi það tiltölulega koma
harðar niður á hinum fátæku landsbúum en hinum efn-
uðu.
Kostnaðurinnviðneíndarfundinn í Reykjavík varð 1839
i ferðakostnaði og dagpeningum 1712 rd. 48 sk., en 1841
1977 rd. 26 sk., samtals 3689 rd. 74 sk., sem goldnir
vóru af jafnaðarsjóðum amtanna, þannig að vesturamtið
greiddi lj6, suðuramtið 2/6 og norður- og austuramtið 3/6
samkvæmt þar um gerðu ákvæði stjórnarráðanna og var
lausafjár upphæðin lögð til grundvallar fyrir þeirri niður-
jöfnun, þó að það í sjálfu sér naumast væri sanngjarnlegt.
Tveir fulltrúar í Hróarskeldu í hvort skifti í 3 mánuði
með 4 rd. dagpeningum dag hvern, mundu kosta um
744 rd. auk ferðakostnaðar og ef til vill annara útgjalda.
Má af þessu fá nærhæfis hugmynd um, hve miklu út-
gjöld þessi nmndu nema fyrir landið alt á ári hverju, en
um gagnsemina er auðvitað ekki hægt að gera neina á-
ætlun.
Annað málið engu minna áríðandi, var um endur-
flutning skólans frá Bessastöðum til Reykjavíkur, hið nýja
fyrirkomulag hans þar og aukningu með viðbættum nýj-
um kenslugreinum, einkum guðfræðislegum. Um það mál,
höfðu verið bréfaskifti fram og aftur á milli stjórnar há-
skólans og hinna lærðu skóla annars vegar og stiftyfir-
valdanna á Islandi hins vegar, en þau höfðu aftur leitað
álita hjá jústitiarius Þ. Sveinbjörnssyni, Árna stiftprófasti
Helgasyni, Jóni Thorsteinsen landlækni, H. G. Thorder-
sen dómkirkjupresti og yfirréttardómara Þ. Jónassen. Af
þessum mönnum höfðu Þ. Sveinbjörnsson, H. G. Thor-