Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 80
60
gegnum manninn; fjell hann þá dauður niður. Aðrir
segja svo frá, að þnð hafi verið einn af skipverjum eða
hásetum á skipinu er rjeðst á Þormóð í herberginu, og
hafi sá maður ógnað honum og sagt, að nú hefði hann
vald á lífi h.tns; en þnð hafi Þormóður eigi þolað, gripið
korðann, og rekið manninn í gegn, er hann ætlaði út
aptur. Enn segja aðrir, nð hásetinn hafi fyrst náð korða
Þorntóðs, og ógnað honum nteð sverðinu; en er Þor-
móður reyndi að ná vopninu af honum, hafi í áflogunum
viljað svo til, að Þormóður óviljandi varð banamaður
hans.
Þá er Þormóður hafði vigið unnið, var hann þegar
tekinn höndurn, og dreginn fyrir dómnrann Dæmdi
hjeraðsdómarinn hann til dauða. Þorntóður skaut málinu
til yfirdóms í Vjebjörgum. Var sá dómur uppkveðinn
24. apr. 1672, og taldi hann verkið saknæmt, og eigi
gæti verir hjer urn fulla neyðarvörn að ræða, en eigi
vildi hann, að dómurinn væri framkvæmdur, fyr en mál-
ið hefði verið borið undir konung. Þá rjeð fyrir þar á
Sárnsey Georg Bjelke, bróðir Henriks Bjelke, höfuðsmnnns,
og ijet hann málið koma fyrir konung (Kristján V.).
Konungur lagði rnálið fyrir liæstarjett til umsagnar, en
áskildi sjálfum sjer að kveða upp dóminn. Hæstirjettur
leit svo á, að hjer gæti að visu eigi verið um neyðar-
vörn að ræða, en þar eð vegandinn hefði eigi haft ani-
mum occidendi, eigi haft þann ásetning, að drepa mann-
inn, heldur gert það af ótta, þvert á móti viljað frið, þá
þótti honurn dauðadómurinn of harður, og lagði það til,
að Þórmóður yrði látinn skriptast opinberlega, og gjalda
100 dala sekt. Konungur fjellst á þetta, og kvað svo á
að sektin skyldi falla til Heilagsanda-kirkju í Kaupmanna-
höfn. Þormóður skriptaðist í okt. 1673, en leyft var
það, að sú athöfn færi fram í Kristjánshafnarkirju, þar
sem minna gat á því borið, en í Heilagsandakirkju.