Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 82
Að þessari sögu vann hann um 30 ár, og komst til þess
tíma, er Danmörk og Noregur urðu eitt ríki, en mun
hafa ætlað sjer, að rita söguna alt til sinna daga; en varð
er hann eldist, að breyta því áformi, einkum sökum þess,
að hann hin síðustu árin gat eigi fengið íslenzka náms-
menn sjer til aðstoðar eða fyrir skrifara, þar sem fáir ís-
lendingar tóru utan eptir drepsóttina 1707, og þeir voru
enn færri er vildu ganga í þjónustu hans, eða voru færir
um það; en Þormóður hafði jafnan haft íslenzka træði-
menn í þjónustu sinni.
Þormóður Torfason sýktist undir árslokin 1705; fór
hann þá til Kaupmannahafnar; batnaði honum að vísu
sjúkdómurinn, en hann hafði mist minnið, svo að hann
varð ófær til vísindalegra starfa. Hanti varð þá að fela
öðtum að sjá um útgáfu Noregssögunnar, og fullgera
ýmislegt, er hann hatði eigi lokið við. Fjekk hann til
þess íslenzkan rnaun, er Þorleifur Halldórsson hjet, og
var frábær gáfumaður. Hann sá um útgáfu 4. bindis
Noregssögunnar, og ytirfór ritið allt, og samdi irtnganga
eptir drögum Þoripóðs. Þorleifur þótti leysa þetta starf
svo vel af hendi, að hantt fjekk fyrir meistaranafnbót.
1711 tók Steinn biskup Jónsson Þorleif með sjer út tii
íslands, og skipaði hann skólameistara á Hólum; en Þor-
leifur andaðist undir árslokin 1713, og var þá enn
ungur.
Þormóður Torfason var tvikvæmtur. Fyrri kona
hans hefur þegar verið nefnd. Hún andaðist í landfar-
sótt 16. des 1695. Þá var Þormóður ekkill í 14 ár, en.
kvæntist þá aptur. Síðari kona hans hjet Anna, dóttir
Hans Pjeturssonar, borgarstjóra í Stafangri; hafði hún áð-
ur verið bústýra hjá Þormóði, og lifði hún lengur en
hann. Engin börn átti Þormóður með konum sínum.
Hann andaðist 31. jan. 1619, 83 ára gamall.
Af handritasafni Þormóðs er það að segja, að mikið.