Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 120
1-20
iðnari en ég og stórum fremri mér í öllum fræðigreinumr
nema ef til vill í sögu. Eftir undirbúningsprófin lásum
við ekki lengur saman, því hann stundaði guðfræði, en
ég lögfræði; samt sögðum við hvor öðrum frá hinu fróð-
legasta, er við lásum, hvor i sinni visindagrein. Kirkju-
sagan féll mér einkum vel í geð. Fyrirlestra rækti ég nú
með mjög mikilli ástundun og skrifaði þá upp með mik-
illi nákvæmni og auk þess las ég næsta mörg eldri og
nýrri lögfræðisrit og ritaði útdrætti úr þeim sumum.
Um þessar mundir tók ég og að leggja stund á ensku
og þýzku og aflaði mér nokkurrar kunnáttu í þeim mál-
um. Hinar skriflegu æfingar hjá prófessorunum Schlegel
og Bornemann vöktu kappgirni mína og gerðu mig tals-
vert leikinn í því að orða hugsanir mínar á dönsku og
latínu. Hrós það er ég fékk fyrir ritgerðir mínar (speci-
mina) hvatti migtil iðni og til þess að nota tímann vel.
Var það áform mitt að ganga undir embættispróf i lög-
um haustið 1807 eftir tveggja ára lestur, en hin skyndi-
lega árás Englendinga á Sjáland og stórskotahríð sú, er
þeir gerðu á Kaupmannahöfn, virtist ætla að verða því
til hindrunar. Það snerist samt á aðra leið. Staðurinn
var eftir nokkurra nátta skothrið gefinn upp og tók há-
skólinn þá aftur til starfa sinna að nýju. I októberm.
gekk ég undir embættispróf og fékk einróma beztu ein-
kunn. Luku háskólakennararnir sérlegu lofsorði á prófsrit-
gerðir mínar í samanburði við annara, sem próf tóku á
sama tíma, og einkavottorð þau, er þeir gáfu mér allir,
vóru mér mjög meðmælt, og átti ég það mikinn part að
þakka þokka þeim og afhaldi, sem þeir allir persónulega
heiðruðu mig með, en þó einkum Bornemann og Schle-
gel. Ég get ekki endað þessa skýrslu um háskólalíf mitt
án þess að Iáta þess getið, að ég aldrei notaði við háskól-
ann neina »privat« handleiðslu (Manuduktion), og var það
sumpart af því, að ég hafði ekki efni á að borga hana,