Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 5
hitt annan eins mann til að sitja hjá og skrafa við og
fá sjer í pipu tneð«. — Smásaga, sem Max O’llell segir
einhversstaðar frá, bendir samt á, að ekki hafi þeim allt
af orðið eins skrafdrjúgt, Tennyson og Carlyle. Þeir
höfðu gengið eitt kvöld inn i skrifstofu Carlyle’s til að
geta talazt við í betra næði; þar settust þeir niður sinn
hvoru megin við eldstóna, og fengu sjer í pípu. Svona
sátu þeir i tvo klukkutima, reyktu og horfðu i eldinn,
en hvorugunt varð crð á munni. Loksins stendur Tenny-
son upp — hann var gesturinn — og býður Carlyle góða
nótt; Carlyle tekur þá í hendina á honum og segir:
»Jæja, Alfred, við höfum nú skemmt okkur ágætlega í
kvöld; blessaður komdu sem fyrst aptur!« — Og svo
skildu þeir, báðir einkar ánægðir með samvistina.
Hn það voru ekki einungis æðstu prestarnir í riki
andans eins og Carlyle, sem fengu mætur á Tennyson
er þeir kynntust honum. Þrátt fyrir gargið í ritdómun-
um komst kvæðasafn hans út til alþýðu og varð henni
kært, og frægð hans fór vaxandi. En fyrst 1842, þegar
næsta kvæðasafn hans »Poems«, í tveim bindum, kom
út, má segja, að hann hafi unnið fullkominn sigur. —
Voru þar öll hin beztu af fyrri kvæðum hans, og af
nýjum kvæðum hin frægu kvæði um sveitalíf á Englandi,,
er hann nefndi »English Idylls«. Nú kepptust flestir við
að viðurkenna Tennyson sem eitthvert hið bezta skáld á
enska tungu. »Jeg veit ekki nema Tcnnyson sje mestur
alira skálda«, sagði Edgar Allan Poe, og í sama streng-
inn tóku þeir Wordsworth og Charles Dickens. Fjár-
hagur Tennysons hafði verið allt annað en glæsilegur að
undanförnu, en nú batnaði hann stórum, því bæði fjekk
hann úr þessu stórfje fyrir rit sín, og vinur hans Monk-
ton Milnes, sem nú var mikilsmegandi stjórnmálamaður,
útvegaði honum skáldastyrk hjá stjórninni, að undirlagi
Carlyle’s.