Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 128
128
ir; tima nrinum var tvískift milli skrifstofustarfa og lög-
fræðishandleiðslu, og hafði ég af hinu siðargreinda svo
rifar tekjur, að ég mundi hafa getað lagt fyrir talsverða
peninga, ef ég á þeim timum hefði hirt nokkuð um að
spara. En mér fór sent flestum á ófriðarárunum, að ég
hugsaði ekki sérlega mikið um framtíðina, heldur brdkaði
peningana jafnóðum og ég vann mér þá inn.
Þegar Noregur var skilinn frá Danmörku, komst ég á
biðlaun eins og aðrir sýslunarmenn i stjórnarráðunum,
sem meðgjörð höfðu haft með norsku málin. Þetta kom
mér i alla staði fjarska illa. Ég var þegar orðinn góðrar
vonar um að geta fengið mjög náðugt og tekjumikið fóg-
etadærai i Noregi, Strinde og Sælboe, sem liggur í kring-
um Þrándheim, eða þá annað gott fógetaembætti í Agg-
ershús stifti. I annan stað misti ég framvegis tekjurnar
af því að handleiða norska lögfræðisnemendur, en þeir
höfðu verið næsta margir, og studdu að því bæði með-
mælingar þeirra, er ég áður hafði handleitt, og annara
góðra vina í Noregi. Dönskum málum var ég lítt kunn-
ugur og til þess að fjalla um hin íslenzku hafði ég vissra
orsaka vegna litla löngun. Ég mátti nú samt að því visu
ganga, að mér mundi verða fengin sýslun við mál af
öðru hvoru þessu tagi, til þess að biðlaun mín gætu orð-
ið dregin inn. Það leið ekki heldur langt þangað til tæki-
færi bauðst til þessa, því um þetta leyti andaðist fullmekt-
ugur i hinni svonefndu íslenzku rentuskrifstofu, kan-
sellísekretéri Arni Sívertsen, sem áður hafði verið með-
limur hinnar íslenzku jarðamatsnefndar; hafði hann verið
settur i skrifstofu þessa, er lokið var störfum nefndarinn-
ar 1806, og var það sumpart af því að menn höfðu ekki
aðra betri sýslun að veita honum, sumpart af því, að i
ráði var að láta hann fást við röðun jarðamatsskjalanna,
en úr þvi varð alls ekki, er stríðið hófst. Jafnskjótt og
Á. Sivertsen var dáin, beiddi fyrnefndur jústitsráð Jensen