Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 184
184
muuaðarvöru, er ár hvert útflyttist til íslands, og skyldi
innheimta það gjald á tollgreiðslustöðunum í Danmörk,
en viðvíkjaudi kostnaðinum við þenna fyrsta nefndarfund
í Reykjavík, þá kvaðst nefndin vona að leyft yrði í þetta
sinn að hann yrði greiddur aukreitis úr konungssjóði, eins
og vant er að vera, þegar nefndir hafa skipaðar verið um
stundar sakir til þess að taka einstök afar áriðandi málefni
til meðferðar. Að Island héldi fulltrúarétti sínum í Hró-
arskeldu, svo löguðum sem nú væri, þótti í sjálfu sér alla
tíma æskilegt, því vel gætu þau atvik fyrir komið, að ekki
væri lítils um vert að hafa haldið þessum rétti. A hinn
bóginn væri augljóst, að verulegasta gagnsins mætti vænta
af nefndarfundinnm í Reykjavík, svo framarlega sem auð-
ið yrði að skipa nefndina dugandi mönnum, sem þó stund-
um væri erfiðleikum bundið. Annað mál væri þar á mót,
hvort Island gæti borið kostnað þann, er leiddi affundum
þessunr annaðhvort ár i Reykjavík, og sömuleiðis annað-
hvort ár í Hróarskeldu, með öðrum orðum, ár hvert á
öðrum hvorurn staðnum, og hvort að landið af þessu geti
hlotið þann nagnað og þær umbætur á ástandi sínu sem
vegi nokkurnveginn upp á rnóti hinni fjárlegu byrði sem
á það verður lögð. A þessu kynni að vera nokkur efi.
Svo mikið er, að því er mér virðist, áreiðanlega vist, að
þessi árlegu útgjöld. jafnvel í góðurn árum munu verða
alltilfinnanleg meðan ekki er betri grundvöllur fyrir hinni
almennu niðurjöfnun gjaldanna en lausafjártiundin og með-
an ekki er skipun gerð á skattgjöldum landsins að nýju
og frá rótum á þann hátt sem nokkurnveginn fær sam-
rímzt við rétt og sanngirni.
Sú óbeina skattálaga. að tolla verzlunina, sem nefnd-
in stakk upp á, af því ekki var á betra völ, getur — ef
stjórnin annars aðhyllist hana, í afleiðingum sínum orð-
ið eins þungbær og beinn skattur, lagður á fasteign eftir
almennu jarðamati, ef rnaður hefði það til að fara eftir.