Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 135
135
með það, sem farið var fram á, þá mundi verða svo látið
heita, að St. Th. væri frumkvöðullinn, en færi gagnstætt,
þá yrðu upptökin eignuð M. St. og þá hefði hann heiðurinn
af öllu saman.
Ekki er samt ósennilegt að St. Thorarensen hafi í
raun réttri átt nokkurn þátt í spurningum þessum m. m.
því þeim M. Stephensen kom stundum dável saman, þótt
rigur nokkur væri þeirra i millum, eftir að Hólaskóli var
lagður niður, því það var gert á móti ráðum Stefáns en
eftir uppástungu og ráðum Magmísar. Stefán amtmaður
hafði eigi þekkingu til að bera meira en í meðallagi, en
í embættisrekstri var hann sérlega starfsamur og ötulh
Misjafnlega var stundum talað um hann sem mann, eink-
um að því leyti, að hann þótti fégjarn og harðdrægur við
ábúendurna á Möðruvalla klausturjörðum, en í afgjöld-
unum af þeim var innifalinn nokkur hluti af tekjum
hans; vóru þau, ef mig rétt minnir, eftir gamalli virðingu
metintil 157 rd. sem á seinni tímum víst ekki nam meiru en
Vio af sannvirði þeirra í landaurum. St. Th. hafði þar
að auki föst laun úr konungssjóði, og honum var falin
innheimta andvirðis hinna seldu Hólastóls jarða, mig minn-
ir með 4°/0. Af þessu öllu varð St. Th. vellríkur, enda
þótt hann kostaði miklu til hinna mörgu sona sinna, sem
iðkuðu nám við Kaupmannahafnar háskóla.
Hinar 10 áður umgetnu spurningar og uppástungu-
atriði lét nú konungur þegar í stað fá Mösting í hendur
og gerði Mösting þá boð eftir mér ogskipaði mér »privat«,
að láta sig fá skriflega álit mitt um þetta. Þá fyrst varð
ég þess vís, að hann hafði ekki gleymt mér. Þetta álit mitt
lét ég samkvæmt skipun hans þegar í té (ef ég man rétt
i desemberm.) en mjög stuttlega orðað, við hvert einstakt
atriði; sömuleiðis samdi ég annað sérstakt álitsskjal um
tukthúsið íslenzka eftir »privat« áskorun Berners, sem var
»depútéraður« i kansellíinu; hafði svo atvikazt, að ég var