Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 74
74
Bláskógaheiði, svo að saga varð af honurn fæturnar.
Börn þeirra voru:
a. Bjarni skólagenginn.
b. Guðriður; hún giptist Hans Londemann, sýslumanni
í Árnessýslu; þeirra son Edvard (Evert) Londemann,
assessor, er fjekk biskupstitil og var hafinn í aðalsstjett
með nafninu Rosencrone (greifi af Rosencrone). Hann
var fæddur 1680, og dó 1749. Son hans var Markús
Gerhard greifi (f. 1738, d. 1811), en dóttir hans var
María Margrjet (f. 1714, d. 1762), móðir Hans de
Hoff (f. 1738, d. 1779), föður Christjansde Hoff—Ros-
encrone (f. 1768), er þetta aðalsmannaætt i Danmörku.
c. Guðriín; hún átti Hákon, son síra Jóns Daðasonar
í Arnarbæli. Hún tók fram njá manni sínum með
Bergi, lögrjettumanni á Hjalla (d. 1705), Benidiktssyni,
og var sonur þeirra Markús Bergsson, sýslumaður í
ísafjarðarsýslu, faðir Björns lögmanns Markússonar
(dó 1791) og systkyna hans.
d. Þórdís (Stokkseyrar-Dísa) átti barn með Guðmundi
Jasonssyni Vest, er var enskur að kyni. Aflcomendur
hennar mönnuðust eigi. Um Þórdísi segir Finnur biskup,
að hún hafi ekkert kvenlegt haft til að bera nema líkams-
skapnaðinn (præter corpus nihil muliebre habentem...)
Þormóður Torfason var fæddur í Engey 27. d. maím
1637. Hann kom í Skálholtsskóla 1647, og var þar til
1654. Þá var hann útskrifaður. Á þeim tíma, er Þor-
móður var í Skálholtsskóla, voru þar skólameistarar Þor-
leifur Jónsson (1647—1651), maður mjög virður, og Gísli
Einarsson (1631 —1661), ágætur kennari. En er Þormóð-
ur var útskrifaður, fór hann til Kaupmannahafnarskóla, og
lagði fyrst stund á guðfræði, og tók guðfræðispróf 1^57,
og er því var lokið brá hann sjer til Islands. En árið
eptir (1 é 5 8) fór hann aptur utan. Um þau árin var ófrið-
ur með Dönum og Svium, og enginn hægðarleikur, að