Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 83
83
af bókunum, bæði skinnbækur og pappirsbækur, hafði
borizt í ýmsar áttir, þegar áður en hann andaðist, og
sumt eptir það, er hann var látinn. Mikið var þó eptir
og það keypti Arni Magnússon, prófessor, hinn alkunni
handrita-safnandi, af erfingjum Þormóðs, en það voru
þær tvær systurdætur hans, Guðrún og Þórdís á íslandi.
En það er Arni keypti, týndist að miklu leyti í bruna
Kaupmannahafnar 1728, er brann mestur hluti handrita.
þeirra, er Arni hafði safnað.
Nú skal nefna rit Þormóðs. Þau eru öll rituð á la-
tinu, og eru þessi:
1. Historia Færöensium (Færeyinga-saga), 1695.
2. Orcades 0: Historia Orcadum (Orkneyinga-saga), 1697.
3. Series Dynastarum & Regum Daniæ (Röð Danakon-
unga), 1702.
4. Vinlandia antiqua (Um Vínland hið forna), 1705.
5. Hrolfi Krakii vita (Saga Hrólfs kraka), 1703.
6. Grönlandia antiqua (Um Grænland hið forna), 1706.
7. TriÍQlium historicum de tribus Daniæ regibus (Um
þrjá Danakonunga), 1707.
8. Historia rerum Norvegicarum (Noregssaga), 1711.
Þessi bók er i 4 bindum í arkarbroti, 2246 bls.;
hverju bindi er skipt í 10 bækur.
Að síðustu vil jeg stuttlega drepa á, hvað sagt hefur
verið um sagnritun Þormóðs af þeim mönnum, er vit
höfðu á, og færir voru um að dæma.
Rit hans bera vott um alvörugefni og óþreytandi
iðjusemi, og voru á þeim tima framúrskarandi, og enn
leita hinir lærðu sögufræðingar til rita hans, þótt þau sjeu
eigi samin með nægri dómgreind, og er það þessu máli
til sönnunar til fært að hann tíni til alls konar smá-
muni, er engu skipta, og skoðar æfintýri og hjátrúarkredd-
ur, sem söguiega viðburði, en þrátt fyrir þessa galla tel-
ur þó L. Holberg, hinn frægi sagnaritari og leikritaskáld,