Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 121
121
sumpart af því mér virtist af annara dæmum, að hún vært
skaðleg, afþví hún kemur stúdentum til að afrækja fyrir-
lestrana og setja alt sitt traust til handleiðslnmannanna,
sem stundum eru lélegir. Þess minnist ég og með þakk-
læti, að enginn af háskólakennurum þeim, er ég hafði
hlýtt á, nefndi fyrirlestra borgun á nafn og það þótt ég
aldrei legði fram nokkurt efnaleysis vottorð og væri þeim
í fyrstunni alveg ókunnur.
Þau 3 árin, sem ég var við háskólann, hélt Lund
hinu sama áfram, sem hann einusinni var byrjaður á, að
styrkja mig með hinu mesta eðallyndi. Gladdist hann
mjög, er ég sagði honum, að ég hefði fengið beztu ein-
kunn, og sýndi honum meðmæíis vottorð mín. Hann sagði
við það tækifæri, að af þeim mörgu, sem hann hefði styrkt,
þá væri ég einn i tölu hinna fáu, sem hann nú hefði
gleði af. Þau orð Lunds vóru ekkert skrum, því hann
styrk'.i marga við háskólann, enda var hann um þær
mundir flugríkur maður, en beið geysitjón af skothríðinni
á Kaupmannahöfn og seinna á stríðsárunum af verzlunar-
tálma, gjaldþrotum o. fl. Hann var í fátækrastjórn
Kaupmannahafnar, maður mjög vel mentaður og alment
virtur fyrir valmensku sakir.
Að afloknu embættisprófi var mér helzt hugur á því
að komast strax að sem launalaus starfsmaður (Volontær)
í einhverri af skrifstofum konungsstjórnarinnar, en í því
var ég óráðinn, hvar ég ætti að leita á. Nú hafði ég
að vísu mestan hug á dómsmálum, en á íslandi vóru
það einkum umboðsstjórnarmál, sem ég hafði haft kynni
af, og hafði ég heyrt mest talað um rentukammerið, svo
sem það stjórnarráð,' er hefði jus vitae et necis1 yfir land-
inu. Að öðrtt leyti þekti ég ekki neinn mikilsmegnandi
‘) Eiginlega: réttarvald lífs og dauða; í þessu sambandi:
æðstu ráðin eða úrskurðarvaldið. f>.