Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 46
46
poleon. Er svo mælt að þegar L. N. sá fyrsta eintakið af
riti þessu, hafi hann hlegið og orðið þetta að orði: »Skoð-
um til, þarna er þá Napoleon hinn litli eftir Hugo hinn
mikla*; og því sagði V. Hugo i kvæði einu: »Þú hefir
rekið upp hlátur, en einhvern tíma skaltu skæla, mann-
fýlan! ég hef þrýst níðingsmarkinu á enni þér.----------
Og þú smánar mig! Hlátur þinn æruskemmir nafn mitt.
Gott og vel, en ég heí brennijárnið í hendi mér og und-
an því skal þér sviða.« í Belgíu varð V. Hugo eigi vært
og dvaldi hann þessu næst fyrst í eynni Jersey í Ermarsundi;
hún liggur undir England; þai orti hann kvæðasafnið »Les
chatiments,« (Refsiljóð) mót Napoleon; seinna settist hann
að í Guernsey, annari ey skamt frá hinni, einnig enskri eign,
og valdi hann dvalarstaði þessa til þess að hafa strendur
ættjarðar sinnar iaugsýn. 1859 hafnaði hann náðun þeirri,
eða uppgjöf saka, sem honurn var boðin; sagði að ekki
væri það hann, sem hefði gert sig brotlegan, og ekki væri
hann enn búinn að náða keisarann. Aí öðrum skáldrit.
um hans á útlegðartímanum (1852—1870) skal hér nefna.
»La legende des siec!es« (Æfintýr aldanna); það er eins-
konar yfirlit yfir mannkynssöguna i skáldlegum sýningum,
fullum af imyndunar auðlegð; byrjar með Evu og endar
með dómsdegi. Þá samdi hann einnig það skáldverk, sem
flestum mun kunnast af ritum hans, hina stórkostlegu
skáldsögu »Les miserables*« (hinir ógæfusömu) i to bind-
um; kom út 1862. Þar kemur höfundurinn fram sem
allsherjar lýðskáldið i forkunnlegum skilningi, sem mál-
svari þeirra er óréttinn þola, er hann sýnir einstaklinginn
ofurliði borinn í baráttu hans við mannfélagið og lýsir
hörmungum hinna útskúfuðu og brennimerktu. Hann
bregður birtu inn í instu skúmaskot mannfélagsins og
sýnir þar blöskranlegar myndir, sem vekja innilega með-
*) Hún er til i ágætri danskri þýðingu eftir Winkelhorn
og er titill liennar. „Galejslaven.“