Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 26
?6
hann fari til eyjarinnar Avilion, þar sem aldrei fellur hagl
nje regn nje snjór og aldrei er hvasst. Bedivere horfir
á eptir bátnum sem hverfur að lokum í dagsbrúninni, og
honum finnst hann heyra í fjarska eins og fagnaðarglaum
í stórri borg, er fagnar konungi sínum, þegar hann kem-
ur heim úr hernaði með sigurhrósi.
IV.
Erfiljóð þau er Tennyson orti eptir vin sinn Arthur
Henry Hallam, og nefndi »In Memoriam* er það af rit-
um hans, þar sem menn bezt fá að skyggnast inníhvern
krók í hans sál. Rit þetta er safn af 133 smákvæðum,
ort á mörgum árum, og upprunalega ekki ætlað til út-
gáfu, heldur ritaði Tennyson einungis til að sefa sorgina
með því að velta fyrir sjer á ýmsa vegu ýmsum alvar-
legum spumingum um leyndardóma tilverunnar, er dauði
vinar hans hafði vakið hjá honum. Hjer verður því að hafa
hugfast er kvæði þessi eru lesin og dæmd, að Tennyson
sýnir í þeim aðeins það sem fram fer í hans eigin huga
og tekur þær hliðar málanna til meðferðar, sem hata þýð-
ingu fyrir hann sjálfan, en hann er ekki að skrifa heim-
spekilega ritgjörðfyrir alþýðu manna, þarsem þessar miklu
og háfleygu spurningar sjeu rökræddar frá öllum hliðum
og öllum vopnum mannlegrar skynsemi og þekkingar
beitt til að svara þeim svo fullnægi.
»In Memoriam« kemur út 1850, níu árum á undan
hinu fræga riti Darwin’s »Um uppruna tegundanna« (Ori-
gin of Species), en breytiþróunar-kenning sú, sem Dar-
win rökstuddi visindalega og nú má telja að sje viðurkend
af flestum, kemur hjer fram hjá Tennyson, en þó ekki
full-ljóst enda snýst kvæðið inn á önnur svið. Löngun
Tennysons eptir að halda áfram samvistum við hinn látna
vin sinn eftir dauðann fær hann til að óska að til sje líf
eftir dauðann, en honum finnst visindin koma í bága við