Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 159
159
og amtmaður St. Thórarensen hafði skotið til yfirréttar;
hafði Espólín dæmt í málinu og var það í rauninni ó-
merkilegt mjög. Stiftamtmaður beiddi mig að skipa sæti
jústitsíariusar í þessu mali, en ég bað mig afsakaðan, því
ég væri ferðamaður og hefði heldur aldrei áður íengizt
við dómarastörf. Að öðru leyti hafði persónuleg misklíð
blandazt í málið milli Magnúsar konferenzráðs og St.
Thórarensens amtmanns, því Magnús vildi halda verndar-
skildi yfir Espólín, en hinn vildi alls ekki hlífa honum.
Það var aðallega af þeirri orsök að ég vildi engin afskifti
af þessu máli hafa.
Enda áður en ég lagði af stað til Islands hafði ég
eftir áeggjun »yfirauditörs« Gr. Jónssonar — semþávarað
sækja um bæjarfógeta embættið í Skjelskjör — farið á fund
»Kontra-admírals« H. C. Sneedorfs, forstjóra »sjókadetta
Akademíisins (sjóforingja-efna skólans) og látið í ljósi ósk
mína, að mega verða skipaðux »auditör« við skólannr
ef Gr. J. færi frá. Sneedorf var Islendingavinur mikill
eins og bróðir hans, Fr. SneedorP hafði verið fyrrum, og
Gr. J. hafði gefið mér sin beztu meðmæli. Meðan ég
var úr landi burt, hafði Gr. J. fengið embætti það, er
hann sótti um, og hafði verið borin út sú saga, ekki
veit ég af hverjum, að ég ætlaði að verða sýslumaður á
íslandi og mundi ekki koma aftur. En Sneedorf var mér
svo góður, að hann sá um að embættið var látið standa
óveitt þangað til ég kom aftur um haustið og fékk ég
þá konungsveitingu fyrir embættinu 6. okt. 1819. Var
mér embætti þetta mjög geðfelt, því launin, sem því
fylgdu, vóru 345 rd. en störf mín jukust ekki til stórra
muna. Reyndar á »auditörinn« að hafa á hendi reikn-
inga kadettaskólans og lesa fyrir á veturna siðfræði og
*) Fr. Sneedorf var próf. i sögu við K.hafnarháskóla,
hinn andríkasti maður, f. 1761 f 1792. Þ.