Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 7
um fæti, og bljesu Frakkar vel að þeim kolum; var
vígahugur i mörgum og sjest það greinilega á ritum
Tennyson’s frá þessum tíma. Skal fyrst og fremst nefna
»Maud« (sjá bls. 29). Hjer og viða í kvæðum Tenny-
sons frá þeim árum lýsir sjer beinlínis eldheit herhvöt
til landa. hans. Englendingar flönuðu líka út í Krim-
striðið, sem þeir höfðu ekkert upp úr nema herfrægð,
sem þó var minni en hinna hraustu varnarmanna Seba-
stopols, og feykilegt manntjón og peningatjón, og sigur-
inn sem þeir unnu og friðarkjörin er þeir gátu sett
borgaði hvorugt. En Krímstriðið varð fyrir Tennyson
yrkisefni i nokkur fræg og fjörug kvæði um afreksverk
enskra hermanna (»The Charge of the Light Brigade« —
»Arás ljettvopnuðu riddarasveitarinnar«, o. fl.).
Svo var það að Tennyson rjeðst út í stórvirki, sem
Milton einu sinni hafði ætlað sjer að framkvæma, sem
var að yrkja söguljóð út af æfi og afreksverkum Arþúrs
konungs og riddara hans við Kringlótta Borðið. Arþúr kon-
ungur hefur lengi verið skoðuð sem ensk þjóðhetja, og
hefði kvæði eins og Tennysons komið fram á miðöld-
unum eða i byrjun nýja tímans er enskur skáldskapur
reis upp og blómgaðist, þá hefði þesskonar kvæði ef til
vill orðið andieg skáldskaparbiblía fyrir þjóðina, eins og
kvæði Hómers fyrir Grikki, Æneasarkviða Virgils fyrir
Rómverja og »Lúsíadar« Camoens fyrir Portúgalsmenn.
Slíka öndvegistöðu í enskum bókmenntum fá nú söguljóð
þau erTennyson orti, »Idylls of the King« (Konungsljóð),
ekki og munu aldrei fá, en þó mátelja þau með beztu
ritum hans; sum kvæðin eru jafnvel á borð við það allra
bezta sem hann hefur ort, en önnur eru hvergi nærri
sjálfur er sá einasti, seni getur sagt livaö lionum eiginlega býr í
hrjósti11 — segir Tennyson um hann i einu kvæði sinu frá þeim
timum.