Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 118
118
um landsins Erichsen amtmaður var ofsafenginn, stríð-
lyndur og hranalegur og lítur svo út sem hann hafi bor-
ið rótgróið hatur til allrar hinnar vittdreifðu Stephensens
ættar, er þá sat í allflestum embættum landsins. Það er
sagt að Jón Eyríksson koníerenzráð, faðir Erichsens, nafi
eigi verið mjög vinveittur Ólafi Stephensen, er þá var í
amtmanns stöðu og í ýmsu sýnist að hafa verið of harð-
leikinn við einkavin Jóns Eyríkssonar, Skúla gamla land-
fógeta Magnússon, sem var svo virðingarverður maður i
marga staði. Það er líka áreiðanlegt, að Jón konferenzráð
Eyríksson dró Stefán amtmann Thorsrensen fram til virð-
inga, svo að hallað sýndist á Ó. Stephensen og mætti
miklu meira þar um segja.
Þó nú ekki yrði af því að ég færi í þessa stöðu, þá
komst ég samt með samþykki Gröndals, eí ég man rétt,
á þessu ári (i 802) í þjónustu Geirs biskups Vídalins, sem
skrifari hans (amanuensis) og var hjá honum tvö næstu
árin. Þar las ég alls ekki neitt, en var stöðugt við skrift-
ir og varð við það nokkuð leiknari í dönsku, þó ekki
væri til hlitar, þvi biskupinn var sjálfur ekki tiltakanlega
sterkur í henni. En hvað sem um það er, þá á ég hon-
um talsvert af mentun minni að þakka, og studdi eigi lít-
ið að þvi hans mannúðlega umgengni og aðlaðandi þýðleiki
í viðræðum.
Löngun min að fara til háskólans vaknaði enn á ný,
einkum er ég varð þess var, að Arni Helgason, vinur
minn og skólabróðir, hafði ráðið með sér að fara þangað;
en hann hafði þá i nokkur ár verið heimakennari hjá
biskupsfrú Valgerði Jónsdóttur. Við sigldum báðir haust-
ið 1804 með sama skipi og komum til Kaupmannahafn-
ar í októberm. skömmu áður en examen artium átti að
byrja. Við próf þetta fékk ég beztu einkunn, en ekki
þó í öllum fræðigreinum. B. Gröndal assessor og G.
Vídalin biskup styrktu mig til háskólagöngu. En ekki