Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 11
11
þó honum liki illa tiltektir hennar. Hún er mjög ein-
beitt, sér hvað konur eru þrælkaðar og á allan hátt
neyddar til að liggja fyrir fótum karlmanna og þiggja
molana er detta af þeirra borðum. Hún vill nú losa kon-
ur úr ánauð þeirra, og verður þá fyrst fyrir að menta
þær, og opna augu þeirra fyrir kostum og löstum á lífinu
og sjálfum þeim. Hún stofnar nú einskonar kvennahá-
skóla, og ákveður dauðahegning hverjum karlmanni er
dirfist að koma þangað.
En er konungsson, sá er Ida hafði verið lofuð, er
orðinn fuiltiða maður, vill hann giftast henni og lætur
biðja hennar, en fær hreint afsvar. Verður faðir hans
afarreiður og vill hefna smánar þessarar með því að fara
í stríð; sonur hans vili aptra honurn l;á því, og er kon-
ungur vili ekkert annað heyra, ieynist hann á burt frá
föður sínum með tveimur vinum sínum, Cyril og Flori-
an; var Florian bróðir Frú Psyche, ungrar ekkju er var
bezta vinkona kóngsdóttur og ein af heiztu kennslukonum
skólans. Fara þeir fjelagar fyrst til föður ídu, sem tekur
þeim vel, en ræður þeim frá að leita fundar hennar.
Þeir halda þó áfram til háskólans, og komast þar inn,
klæddir sem konur. En Psyche þekkir bráðlega bróður
sinn, og hann verður ástfanginn í ungri stúlku þar, að
nafni Melissa, sem er dóttir Frú Blanche, ráðríkrar kenslu-
konu, sem er í nöp við Frú Psyche. Melissa kemst að
því að þeir eru karlmenn, og móðir hennar veiðir það
•upp úr henni. Er nú líf þeirra fjelaga i mikilli hættu,
en Cyril getur fengið Frú Blanche til að lofa þögn, gegn
miklum verðlaunutn stðar rneir. Daginn eptir fer allur
skólinn út á vísindalega rannsóknarferð, þá er það að
Cyril kemur upp um sig með kesknisfullri vísu og
kóngsson líka, er hann gleymir sjer og atyrðir hann.
Nú verður allt í einu uppnámi. Kóngsdóttir vill flýta
sjer burtu, en þeytist út af brú niður í straumhraða á,