Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 66
6tj
arnir tækju að vaxa og mjökuðust fram yfir þessa eðju,
þá mundu þeir brjóta flestar skeljarnar og blanda núnum
og rákuðum steinum, sem þeir bera með sér, saman við
eðjuna; hyrfu svo jöklarnir og yrði sjávarbotninn að þurru
landi, mundi gefa að lita líkt jarðlag og skeljalagið í Bú-
landshöfða. En hinsvegar sannar þetta lag, svo að ekki
verður mótmælt, að um það leiti, sem það myndaðist, hef-
ur sjávarhiti og loftslag, þar sem nú er Breiðifjörður,
verið likt því, sem nú gerist langt til ishafa norður; með-
alhiti ársins hlýtur að hafa verið io—14 stigum á Celsíus
lægra en nú er á Snæfellsnesi (meðalhiti árs i Stykkis-
hólmi er nú á tímum —{-2,7° C.) en auðvitað getur þessi
loftslagsbreyting ekki hafa verið bundin við Snæfellsnes
eitt, hún hlýtur að haía náð yfir allt það svæði, sem nú
nefnist ísland, og víðar; ísöld drotnaði þá með jökulbreið-
um og helkulda. Jökull gekk hér fram í sjó og var sjór-
inn þá framt að 700 fetum hærri á landinu en nú,1) því
að varla er það sennilegt, að jökull haíi þokað leirnum
með skeljunum mikið upp á við, (þó að menn viti dæmi
slíks); hefði skeljalagið hnoðazt upp á við undir jökli mundi
varla nokkur skel eða kuðungur í heilu lagi og engar sam-
lokur, en þetta má finna í því.
Skeljalagið hefur þó ekki myndazt þegar jökulöld
var sem mest, vér höfum séð, að það er líklegt, að jök-
ulröndin hafi verið ekki allfjarri þvi, sem Búlandshöfði
er nú; en á jökulurðarlögunum, sem liggja á »undirstöðu-
blágrýtinu« í Ólafsvíkurenni og Máfahlíðarfjalli fjær Bú-
landshöfða, verða ekki séð nein merki þess, að jökul-
*) Af þessu mega menn þó engan veginn ætla, að landinu
hafi öllu skotið úr sjó, einsog vakir fyrir sumum, það eru engar
likur til, að hálendið eða hlágrýtisfjöllin hafi nokkurn tima verið
hulin sjó. Þvert á móti. Það eru líklega þessi orð Bjarna Thor-
arensens: „Aftur í legið þitt forna þá fara“ 0. s. fr. sem hafa
gert þessa hugmynd algenga.