Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 141
141
ýmsu atriði, er lutu að dómsmála og lögreglu skipun á
íslandi, sem nefndinni einnig í erindisbréfinu var skipað
að segja um álit sitt og gera uppástungur, þau vóru lát-
in biða að sinni, unz Knuth greifi, er sendur var til ís-
lands 1816 kæmi aftur og gæfi upplýsingar þær er þurfti.
Þetta leiddi til þess að ég um miðjan októberm. s. á.
samdi ágrip nokkurt um Færeyjaverzlunina til leiðbein-
ingar fyrir nefndina, eins og líka etatsráð Jensen bjó til
ýmsa útreikninga þar að lútandi. Nú var í tiiefni af gögn-
um þessum skrifað til stjórnar hinnar færeysku og græn-
lenzku verzlunar og heimtað, að hún léti uppi álit sitt
um leysingu verzlunarinnar, hvað með henni mælti og
hvað móti. Af þvi mi að ekkert áríðandi var að gera í
nefndinni fyrst um sinn og af því ég vildi feginn kom-
ast hjá að haía nokkuð með Jensen að sýsla við flutning
íslenzku málanna, þá átti ég viðtal við Mösting og Molt-
ke greifa og beiddist leyfis að mega ferðast til Færeyja
næsta ár, til þess að kynna mér, hversu þar hagaði til,
og mæltist til, að mér yrði veittur til þess nokkur féstyrk-
ur. En ég varð þess fljótt áskynja, að þeir féllust ekki á
þessa fyrirætlun mína og sögðu þeir báðir kurteislega, að
nú sem stæði mætti ég ekki missast frá skrifstofunni, og
var það reyndar að því leyti satt, að fnllmektugur sá, er
þar var skipaður við Borgundarhólms málin, var lagstur
svo í drykkjuskap, að ég eftir beiðni »kommittéraðs«
etatsráðs Arentz, varð einnig að takast á hendur flutning
og afgreiðslu Borgundarhólms-málanna; lét ég mér það
vel lynda, því Arentz var einkar vandaður og reglusamur
maður, sem leið ekki að málin lægju óafgreidd.
Um þetta leyti komst ég í náinn kunningsskap við
Collin, sem nú er >depútéraður« í fjármálastjórninni og
konferenzráð að nafnbót; hefir hann allajafna síðan auðsýnt
mér mörg merki ásthylli sinnar og góðvildar og ávalt kröftug-
lega veitt mér meðmæli sín og stutt mig, þegar ég hef