Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 77
77
irlitningu dönskunni. Hann Iaut konungssj'ni og gekk
á braut. Nokkru síðar spurði konungur hann: »Hefur
þú sjeð konungssoninn?* Þormóður kvað svo vera.
»Hvað sagði hann?« mælti konungur. »Eigi veit jeg
það,« mælti Þormóður. Komst það þá upp, er konung-
ur vissi eigi, að konungssonur kunni eigi danska tungu,
en þá var þýzka töluð alment við hirðina. En þvi set
jeg hjer þessa sögu, að hún lýsir Þormóði nokkuð og
sambandi hans við konunginn.
Nú býzt Þormóður til Islandsferðar, og segir ekki af
ferð hans, unz hann kemur í Skálholt til Brynjólfs bisk-
ups, og fjekk þar hinar beztu viðtökur. Var hann í Skál-
holti um veturinn, og nam að biskupi margan fróðleik,
er honum kom síðar að notum, og fjekk h]á honum og
fyrir hans tilstilli mörg ágæt handrit, bæði á skinni og
pappír. Þessi handrit Ijet hann sum í bókhlöðu konungs^
en kom þá einnig fótum undir ágætt bókasafn fyrir sjálf.
an sig. í Skálholti samdi hann rnikinn hluta bókarinnar
»Series,« og hefur sjálfsagt notið leiðbeininga biskups við
það starf, enda ætla menn, að sá hafi meðfram verið til-
gangur hans með íslandsferðinni, að ráðfæra sig við Brynj-
ólf biskup um það efni. — En er hann hafði lokið er-
indum sínum í Skálholti, fór hann til Hóla, og svo um
haustið frá Hofsós til Glilckstaðar, þaðan til Hamborgar,
þaðan til Lybeck, og svo þaðan sjóveg til Kaupmanna-
hatnar. Tók konungur vel við honum, og settist Þor-
móður þegar við störf stn. Hann Iauk nú við rit sitt,
er áður var nefnt, um röð Danakonunga, og hafði full-
gert ritið 1664, og sýndi þá konungi bókina, en honum
gazt að hið bezta. í þessu riti var sú ný kenning, að
Skjöldr, en eigi Dan, var talinn fyrstur í konungaröðinni,
og vakti þessi kenning stórmikla athygli meðal lærðra
manna. Þó bókin væri fullger 1663, var hún þó eigi
prentuð fyr en 1702, — Þormóður var nú ísvo miklum