Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 55
Af mjólkursafa dulins kyngikraftar;
Slík grózka, vöxtur, blómgun brauzt þá fram,
Sem náttúrau hjá niSadimmu Kaos,
Er nærri stó3 hún ennþá, hefði lánað
Það glæsilega hrika-far,sem hún
Á fold og víði vildi líkja eftir.
Heims-paradísir hlaðnar gróðrarskrúði
Og annarlegum plöntuvexti prýddar,
í tímans byrjun fyrstu fyrirmyndir,
Þær trúarsljóum augum vorum ægja
Og virðast eins og órafullir draumar.
Hvað munar ljóssins afgrunn, alheims sálu,
Um það að sóa sólum eins og gneistum
Og láta Eden upp til himins spretta,
Svo englar bjartir eigi dvöl þar síðar?
O undra tími, andi, dygð og fegurð!
í læknum svala sannleiks eðli rann
Og skalf í runni; stjörnur sungu söng
Um gæzku drottins; góð var skógareikin
Og blómið dygðskreytt; liljan Ijósa og hvíta
Sakleysið sjálft; og sízt varð nokkuð fundið
Á tíma þeim, sem hefði flekk nó hrukku.
Ó hreinleiks tími, enn rann ekkert blóð
Af tanna völdum eða undan klóm.
Hvert dýr var saklaust, gerði ei neinum grand
Og enn ei fundust ílskuhvatir Ieyndar
í pardusdýri, höggorm eður erni,
Og dýrsins eðli, afgrunn fult af ljósi
Lá opið, öndvert, engum myrkvað skugga.
Unglegt var fjallið, ungfrúleg var foldin.
Jarðhnöttur vor úr vatni risinn upp
Yar sigurkátur, hreyfur, hár og fagur;
Alt var svo barnslegt, ekkert var þó smátt,
Og jörðin sæl í sakleysisins draumum
Af frygðarríkri frjósemd drukkin hvíldi,
En útbreidd yfir vinda jafnt og vötn