Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 72
72
þeir kunni nú að vera eigi allfáir, er lítið er kunnugt
um þennan mann, enda þótt mentamenn sjeu, að því er
kallað er, enda er lítið um liann ritað á vora tungu, að
því er mjer er kunnugt, og lítt í samanhengi.
Þormóður Torjason, er kallaði sig Thormodus Tor-
fæus og var svo kallaður af lærðum mönnum á þeim
tíma, er sú var venjan þá, að breyta nöfnum sínum
eptir latinskri tungu, — var sonur Toría sýslumanns
Erlendssonar, sýslumanns í Múlaþingi, Magnússonar á
Núpi. Móðir Erlends sýslumanns var Guðrún Erleuds-
dóttir, bónda á Stóruvöllum Jónssonar, en móðir Guð-
rúnar var Guðný, dóttir Torfa í Klofa Jónssonar, en afi
Torfa í Klofa var Torfi Arason, er fjekk aðalskaparbrjef
hjá Kristjáni Danakonungi I., 30. nóv. 1450, riddaranafn-
bót og hirðstjórn norðan og vestan á Islandi. Torfi dó
i Björgvin síð sumars 1459, og hjelt virðingu og nafn-
bótum til dauðadags.
Móðir Torfa sýslumanns, en síðari kona Erlends
föður hans, var Þórd s, dóttir Henriks Gerkens, er um-
boðsmaður var Þingeyraklausturs um nokkur ár (til 1577)
og síðar (1580) sýslumaður í Strandasýslu; hann hafði
og Strandajarðir, og bjó í Svignaskarði. Hann dó 1582.
Hann var þýzkur læknir. Kona hans var Jarþrúður
Bjarnadóttir á Fellsenda, Sumarliðasonar. Var Henrik
Gerkens miðmaður hennar. Þórdís giptist síðar Jóni
Oddsyni í Reykjavík. Þau áttu fjórar dætur; ein þeirra
var Ulihildur, er átti síra Stefán Hallkellsson á Seltjarn-
arnesi. Einn sona þeirra var síra Björn á Snæfoksstöð-
um, faðir Sigríðar, konu síra Jóns Halldórssonar í Hitár-
dal, móður Finns biskups í Skálholti. Úlfhildur dó 1694,
84 ára gömul.
Torfi sýslumaður Erlendsson var fæddur á Skriðu-
klaustri 1598, eptir lát föður sins, er dó sama árið.
1620 kvæntist hann Þórdísi Bergsveinsdóttur, prests á