Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 93
‘J3
ekki enn þá orðið nógu alment til þess að þetta atriði
geti orðið aðalkjarni skógmálsins. Þar á móti hafa á ferð
minni vakizt upp fyrir mér önnur atriði, sem virðast öllu
mikilvægari. Þegar ég nú segi yður dálítið um það sem
ég hef séð, þá verður það ekki annað en nokkuð það,
sem alkunnugt er og þér hafið séð löngu fyr og í
miklu ríkara mæli en ég; en ef til vill get ég dregið
af þvi nokkrar nýjar ályktanir. Það eru fornkveðin orð,
að Island hafi á landnáms tímum verið »viði vaxið frá
fjöru til fjalls«, og að því er mér skilst hefir það verið rétt
hermt, þvi þó það hafi ekki bókstaflega verið alstaðar,
þá hefir samt svo verið til jafnaðar; en það er nú skoð-
unarefni fyrir sig, sem einhver framtíðar náttúrufræðingur
tekur til rannsóknar. En svo rnikið rná nú þegar óhætt
fullyrða, að landið alt hafi á mörgum stöðum verið skógi
vaxið frá íjöru til fjalls og að þar í sé fólgin óyggjandi
sönnun fyrir því, að bæði loftslagið og jarðvegurinn leyfi
það að skógur vaxi hér á landi; og að öðru leyti er líka
skógur eftir enn og það enda grózkumikill skógur. Við
Hallormsstaði og i Fnjóskadal höfum við mælt tré, setn
eru 31 fet að hæð, og þau höfðu vaxið um 3 fet á sein-
ustu 4 árum; þar vóru svæði þéttskipuð ungum skógi
sem óx vel. En að öllu samtöldu er þó það, sem nú
er eftir af skógi, að eins lítið. Hvað er þá orðið af öll-
um hinum skóginum? . Margir ætla víst, að það séu kind-
urnar, sem hafa étið upp skógana; kindurnar eru ekki
góðar við skóginn, það er hverju orði sannara; kindurnar
naga burt nýgræðingsplönturnar og þegar leggur undir
snjó, þá naga þær líka toppinn á trénu öllu, sem rjúp-
urnar að öðru leyli hjálpa þeim til með. En kindurnar
geta ekki upprætt skóginn, þær orka því jafnlítið sem
hjartarkyns skógdýrin hafa orkað því í öðrum löndum.
I náttúrunni er svo vel til hagað að enginn lífsskapnaður
(Organisme) upprætir þann lifsskapnað eða þær lífsskapn-