Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 52
B v a
(La légende des siedes I., 'i.)
Nú rann npp morgunroðiun — ó sá morgunn,
Ljósbjarmans afgrunn, logskært, óbotnandi,
Endalaust, háleitt, eiuskær blíða og friður;
Það var hin fagra frumtíð vorrar jarðar.
A himins enni’ í heiðri birtu skein
Það eiua, sem var synilegt af guði,
Og forsælan var bjartleit, bjartleit þokan
Og gegnum bláloft gullflóð streymdi niður.
Hinn víttljómandi dyrðarljósi dagur
í yztu fjarlægð faðm um veröld breiddi.
Við sjónhrings þröminu skuggsæl, skrúðkrýnd björg
Og fimbultró, sem finnast hvergi nú,
Með draumalegum titring hreyfðu toppa,
Sem d/fðu8t þeir í djúp hins mikla ljóma.
í naktri blygðun E d e n lauk upp augum
Og morgunlofsöng mergðin fugla kvað,
Svo skært, svo blítt, svo undursætt og inndælt,
Að englar lutu í leiðslu til að hlusta.
Eitt heyrðist lægra, það var þytur tígra.
Sá lundur, þar sem lömb með úlfum ganga,
Það haf, þar ísfugl vingar sig við vatns-orm,
Sú grudd, þar björn og hjörtur blásast á,
Með blæ síns anda gæfðarlega spakir —
Alt kyrt og rótt við sælan heimsins samklið
Með áheyrn skiftri /mist lagði hlustir
Við söngóm hreiðra eða hrinur hellra.
Öll náttúran var sæl og saklaus enn