Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 172
og svo margar aðrar ve'.gerðir, þakka fjármálaráðherranum
Moltke greifa og Collin konferenzráði, sem ég hafði skrif-
að ti) báðum viðvíkjandi umsókn minni um þetta. Eftir-
gjöfin á skuld þessari, sem var hið eina, er hvíldi á mér
til opinberra sjóða, varð mér mikill léttir, svo ég fyrir
það gat aukið innlag mitt í ekkjusjóðinn, sem með vöxt-
um varð um 1200 rd. og að fullu goldið 1837.
Með konunglegu erindisbréfi frá rentukammerinu 3
maí 1834 var mér boðið að fara til Kaupmannahafnar og
taka sæti í nefnd, sem þá var búið að skipa; í henni
vóru: kammerherra og amtmaður Knuth greifi (sem eins
og fyr er á vikið, hafði ferðazt á Islandi og verið komm-
ittéraður fyrir íslenzk mál í rentukammerinu), stiftamt-
maður Krieger, sem í það mund hafði fengið sérstakt
fararle)Tfi til Kaupmannahafnar, Orsted konferenzráð,
Hansen etatsráð og »kommittéraður« í rentukammerinu
fyrir islenzku málin; Hvidt, etatsráð og stórkaupmaður,.
ég sjálfur og Hoppe kammerjúnker, er jafnframt skyldi
vera skrifari nefndarinnar. Nokkrum árum áður hafði
Hopþe ferðazt um hér á landi og kostaði sú ferð rikis-
sjóðinn, eftir því sem mér er kunnugt um, 4000 rd.
silfurs, en ferð Knuths greifa fyrrum kostaði 10,000 rd. í
seðlum, en silfurverðið var um þær mundir lágt. Hvort
fé þessu hafi verið varið vel eða illa, skal ég láta ósagt,
en það held ég samt sé enginn efi á, að Island hefir ekki
haft neitt sjáanlegt gagn af þvi. Hoppe átti reyndar að
vera skrifari nefndarinnar, en af Orsted, Collin o fl. varð
ég þess brátt áskynja, að sá starfi var eiginlega ætlaður mér,
og tjáði Knuth greiti það kurteislega þegar á fyrsta fundi
nefndarinnar. Eg get ekki stilt mig um að gera hér dá-
litla athugasemd út af nokkru, sem sýnir að hlægilegir
smámunir geta stundum haft veruleg áhrit. Með þvf að
Krieger hafði fengið leyfi til að ferðast til Kaupmanna-
hafnar, þá var svo sem sjálfsagt, að hann átti að vera t