Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 188
eftir þessu ætti að vera arðberandi sjóður hins nýja skóla.
Þar eð nú skólasjóðurinn árið 1834 ekki var meira en
52,135 rd, þá þyrfti einhversstaðar frá að bæta við
129,368 rd. Hérmeð hygg ég nóg vera sagt um þetta,
þvi það sýnir, á hve völtum fótum málið stóð og hve ílt
var við það að eiga.
Nefndin fól mér og á hendur að semja álitsskjal til
kansellíisins um að nema alveg úr gildi kgsbréf 11 apr.
1787 um myndugleika sýslumanna til að úrskurða ýms
mál án áfrýjunar til æðra dóms; það féll og í minn hlut
að semja álit um ýms þýðingarminni mál, þar á meðal
um það, að skemdir með skotum á friðlýstu æðarvarpi
skuli með fara sem opinber lögreglumál, eftir uppástungu
B. Thórarensens amtmanns; um það var annars talsverður
ágreiningur. Hin önnur mál eru of ómerkileg til þess
að þeirra sé getið hér. Að ganga frá hinum öðrum mál-
um var þar á mót falið stifamtmanni, svo sem frumvarp
til strandlaga, bæjarstjórnarlaga fyrir Reykjavik hvort-
tveggja sniðið eftir dönskum tilskipunum — nokkuð júst-
itíarius Þ. Sveinbjörnssyni, svo sem um löggildingu
danskra tilskipana hér á landi, um spítala, m. m.; Mel-
sted kammerráði var falið á hendur málið um hluttöku Is-
lands í Hróarskelduþinginu, álitsskjal til kanselliisins um
prentun á nefndartíðindum m. m. Bj. Thorarensen eða
þeim sýslumönnunum Blöndal og J. Jónssyni vóru og
falin nokkur mál, en þau vóru öll ómerkileg nema eitt,
nefnilega um það að iögleiða hér hin dönsku lög um
hefð og fyrningu; en um það hafði ég fyrir nokkrum ár-
um sent kansellíinu álitsskjal og gerði ég fþað í tilefni
af endurskoðun þeirri á Jónsbók, sem mér hafði áður
verið falin á hendur. Blöndal sýslumaður samdi álitið
um þetta mál eftir að mikill ágreiningur hafði orðið um
það. — Um hluttekningu mína í störfunum að öðru leyti
skal ég ekki fjölyrða meira, en verð þó að geta um hið