Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 164
164
þess konar menn eiga við slík tækifæri ætið nóga verndar-
menn og nóga kunnugleika til að koma ár sinni fyrir
borð. Nú þar á móti drógu allir sig í hlé og var við-
kvæðið: »Þangað vill maður ekki fara, þar er ílt að vera
og leiðinlegt* o. s. frv. Ég skal enda ósagt láta, hvort ekki
Mösting sjálfur mundi hafa lagt á móti mér, ef til hefði
komið, því það vissu menn, eða að minsta kosti héldu,
að hann léti sér mjög ant um mann nokkurn ungan, sem
hann vildi koma einhversstaðar að í amtmanns embætti.
Nokkuð er það, að hann dró veitinguna æði lengi, því ég
fékk hana ekki fyr en 5 mai, eða á þeim tíma sem flest
öll skip vóru farin til Islands. Með konungsúrskurði 14
s. m. var mér veitt þóknun 650 rd. í seðlum, og veit-
ingarbréf, sem annars kostaði 276 rd. ókeypis, á móti
því að ég greiddi 61 rd. 75 sk. í aukatekjusjóð.
30 marz hafði ég sagt af mér forsetastörfunum í
hinni ísl. bókmentafélagsdeild í Kaupmannahöfn; hélt fé-
lagið mér þá að nýju heiðurssamsæti*).
Um lok sama mánaðar hélt og verzlunarnefndin ís-
lenzka síðasta fund sinn og útkljáði_þau málefni, sem fyr-
ir hana höfðu komið. Því næst var nefndinni að kon-
ungsboði sagt slitið og skilaði ég öllum skjölum hennar
af mér i rentukammerinu. Þ. 21 apríl, eftir að nefndinni
var slitið, sendi kansellíið mér öll skjölin um fátækralög-
in og hreppstjórnar »instrúxið« og bað mig að semja efn-
isyfirlit yfir þessi skjöl. Þetta inti ég af hendi eftir að ég
var kominn til íslands og árið i827.sendi ég frumvarp
til almennrar tilskipunar um fátækramál á íslandi og varð
það grundvöllur að hinni núgildandi fátækralöggjöf, með
nokkrum að mínu áliti miður heppilegum breytingum, sem
*) Samsæti þetta var lialdið 24 apríl. 1821. Gunnlaugur Oddsen,
er siðar varð dómkirkjuprestur, orti kvæði, sem prentað er með
fyrirsögn: „Saknaðarstef Danmerkur við burtför Assessor B. Thorst*
iensonar, sungið i samsæti íslendinga þann 14 april 1821. Þ.