Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 36
36
Kvæði þetta, »Skóarinn,« er mjög fagurt ogeinkenni-
legt, og þó það sje nokkuð langt, hef jeg þó árætt að
þýða það, þó þýðingin hafi verið ervið, einkum vegna
mállýzkunnar, sem Tennyson lætur skóarann tala, ogekki
er hægt að sýna á íslensku.
S k ó a r i n n.
I.
Bídd’ eptir Sölku, þvi sjálfsagt þú sagt getur mörgu frá,
og hvað þú_er hraustur og hress er hreinasta áuægja’aðsjá
»Skipbrot við eyðiey, og yfir þjer sólin beint« —
já, skrítið er svei mjer sumt, er sjómenn fá gjört og reynt.
»Eitthvað af votu?« — Jú, vínið hans Adams, vatn, bara það!
Hvað er hitinn í brekkunni hjer móts við hitann á slíkum stað?
II.
»Hvað er þarna’ í þessari flösku?«Ja, það er nú brennivín,
en vijirðu grogg, þá verðurðu’ að vakka’ o’ná Bauk heillin mín —
það er sannlega gaman að sjá þig, en þó sjertu dauðþyrstur, þá
færðu’ ekkert úr henni hjerna, og hversvegna skaltu nú sjá.
III.
Við systir þín giptumst — já, sjáum til —svona við Jónsmessutíð
fyrir tíu árum, og fjell eins og fiðlunni og laginu um hríð,
Jeg gerði við götótt stígvjel og gamla jeg staglaði skó
betur en nokkur norður frá Þórsbæ og uiður að sjó.
Við vorum eins fjórug og flugur, eins farsæl og hjartað má,—
en svo fæddist blessað barnið, — jeg byrjaði’ að drekka þá.
IV.
Jeg skal ekki neita því, sko, þó jeg skammist mín dáltið að auk,
stundum sungum við briijant á Bauk, stundum sungum við
briljant á Bauk,
og reyndar i mjöðminni ’eg meiddist í myrkri og hálku eitt sinn,
og stundum í forina fjell jeg flatur — ja, drottinn minn!
Og við skraddarann átti ’eg í áflogum, ótætis væskillinn sá,
sem klóraði mig eins og köttur — og konan varð hamslaus þá;
já ,Sa!ka ljet dynja’ á mjer drjúgum, og dróekki úr akömmunum: