Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 104
104
að minni hyggju auðið verða að klekja upp birkiplöntun-
um, ef menn sá á þeim stöðum, þar sem staðreynt er að
snemma leggur undir snjó, þar sem snjólagið er þykt og
liggur lengi fram eftir; þar mun snjórinn verja plönturn-
ar fyrir kindum og rjúpum um svo mörg ár, að þær
verða nógu magnaðar til þess að standast bitið svo að
þær deyi ekki út. Getur svo framtíðin skorið úr þvír
hvort girða skuli eða ekki. Það er því mín skoðun, að
hér á landi megi planta og sá með vissum árangri.
En þetta framansagða er nú að eins hinn áttúrufræðis-
lega hlið skógmáisins. Eigi það mál að koma að gagni, verða
mennirnir að taka ástfóstri við það. Skógmálið verður að eiga
sér nokkrar fastar stöðvar, svo þekkingin á því og ástin til þess
geti þaðan útbreiðzt. Eðlilegast verður að velja til þess þáskóga,
er enn standa, Hallormsstaðarskóg áAusturlandiogFnjóska-
dalsskóg á Norðurlandi, og svo þann staðinn,semskógmálið
barfyrstniður á: Þingvelli; Þmgvelli því fremur, sem athafnirn-
ar þargeta tengztí eðlilegt sambandviðskógmálshreyíinguþá,
er hér kom upp i Reykjavík. Þessa þrjástaði á að gera að að-
alstöðvum skógmálsins, þannig að skipaðir séu menn, sem
að skógyrkju kunna, sem lifa saman við skóginn ogsýnaþeim,
sem í kring búa, hvert markmiðið er og hverju framgengt
megi verða. Þessir menn, plöntunarmenn, eða hvað sem
vér nú viljum kalla þá, eiga að fara sem næst um hugs-
unarhátt almennings, svo þeir geti verið formælendur skóg-
málsins á þann hátt, sem bezt á við; þeir eiga líka að vera
mönnum hjálplegir við skógreitagerð og skóga hirðingu.
Þess vegna eiga þeir að sjálfsögðu að vera íslendingar, en með
því að engir Islendingar eru til, sem næga sérþekkingu
hafa, þá verður að sjá þeim fyrir mentun. Fyrir hönd hins
danska skógræktar-stands get ég gefið þá yfirlýsingu, að vér
erum færir um að veita plöntunarmönnunum fullnægjandi
fræðslu; vér erum leiknir í þvi; samsvarandi sýslunarmenn
við hina dönsku skógyrkju eru látnir dvelja í skógarum-