Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 192
192
launaviðbótina hafði farið þess á leit, að hún yrði tnér
veitt frá byrjun ársins næst á undan. Sömuleiðis var
mér 8 d s m. veitt konferenzráðs nafnbót. Launavið-
bótina og þóluiunina á ég víst, að minsta kosti að nokkru
leyti, að þakka fjármálaráðgjafanum Moltke greifa og
Collin koníerenzráði, sem ég hafði skrifað um þetta báð-
um tveimur, og ef til vill líka Lund konferenzráði, »depútér-
uðum« i rentukammerinu, mér gamalkunnugum, því hon-
um hafði ég einnig skrifað. En útnefninguna ti! konfer-
enzráðs ímynda ég mér að konungur hafi tekið upp
hjá sjálfum sér og að stjórnarráðin hafi gert jafnlítið til
þess sem ég sjálfur. A þessu ári ferðaðist ég um Mýra-
og Snæfellsnessýslu, en sumpart undirbúningur undir al-
þingi, sumpart megn kvcfsótt, sem farin var að ganga,
hefti för mína, þegar ég var kominn í Stykkishólm, og
hamlaði þvi að ég kæmist lengra vestur.
1844 fór ég embættissferð um Snæfellsnes- Dala-
Barðastrandar- og Isafjarðarsýslu. Aðaltilgangur minn með
ferð þessa var, að fá nákvæmlega og áreiðanlega vitneskju
um embættisrekstur Þorkels Gunnlaugssonar sýslumanns
i ísafjarðarsýslu og stjórnlegt ástand i því umdæmi. Ég
hafði uefnilega með póstskipinu sent út ýtarlega tillögu
til rentukammersins um það, að nauðsyn bæri lil að Þ.
G. sýslumanni væri vikið frá,og styrktist ég svo sem
framast mátti verða í þvi úrræði mínu, þegar ég yfirskoð-
aði embættisbækur hans, sem og af hinum mörgu munn-
legu kæruni, sem að bárust á ferð minni þar vestra.
Þegar ég kom heim aftur i lok júlim. fékk ég svar frá
rentukammerinu; félst það í alla staði á tillögu mina og
varð sú niðurstaðan, að Þ. G. var vikið frá og hann
embættinu sviftur án ákæru og dóms. Hefði mál verið
höfðað á móti honum, þá mundi það hafa gengið sina
leið fyrir alla dóma og niðurstaðan samt engin önnur
orðið en sú, að hann með óreglu og drykkjuskap hefði