Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 43
43
út fyrsta kvæðasafn sitt, sern hann kallað »óður« (Odes)
•og þótti mikið til koma, svo að konungur veitti honum
árleg skáldlaun. 1823 kvæntist hann og gekk að eiga
frændstúlku sína Adéle Foucher.
Að vísu var kveðskapur V. Hugós enn sem komið var
áframhald hinnar eldri (»klassisku«) ljóðagerðar stefnu,
en þó með svo miklum nýbrigðum, sérstaklega í kveðandi
og málskrúði að furðu sætti. Þrátt fyrir konungshoilustu
sína tók hann nú mjög að göfga Napóleon og minningu
hans í kvæðum sínum. Þá samdi hann og skáldsögurnar
»Han d’ Islande« og »Bug JargaW, sem nefnast mega ræn-
ingja »rómanar«; er í þeim skáldsögum greinilegt fráhvarf
frá gömlu stefnunni, sem lýsir sér i því, hversu mjög
hið hræðilega, kynjalega og enda ólieskjulega er látið
koma fram við hliðina á hinu fagra, til þess að gera
mótsetninguna skarpari. A Frakklandi hafði áður ríkt
hin »klassiska« smekkvísi frá dögum Loðvíks isem
var köld og rígbundin við gamlar reglur (t. d. i sjón-
leika skáldskapnum hinar þrjár einingar: eining timans,
staðarins og viðburðagangsins eftir kenningu Aristótelesar);
nú sagði V. Hugo, sem cddviti ungn rcmantðisku hrevf-
ingárinnar, þessari eldri stefnu stríð á hendur og hélt því
fram, að listin væri liking eftir náttúru og veruleik (Natu-
ralismus), með gagnsetning hvors mót öðru, hins ljóta
og fagra, hins klúra og háleita, og ekki ætti listin að
binda sig við lögmál og reglur, heldur væri það einmitt
frjálsleikinn og hin aflmikla andagift sem mest, ef ekki alt,
væri undir komið í skáldskapnunt; biflían, Hómer og
Shakespeare væru hinar æðstu skáldskapar fyrirmyndir.
Þessar skoðanir stnar setti hann fram i formála fyr-
ir leikritinu »Crómwell« (1827) og þrernur árum siðar
vann stefna sú, er hann barðist fyrir, algerðan sigur; það
var þegar sjónleikur hans »Hernani« var leikinn í »Thea-
tre franýais* (26 febr. 1830); var þar hörð rimma rnilli