Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 95
9ó
leikum leiðir það, að gróðurberandi jarðlagið geturalslaðar
auðveldlega íokið burt, enda fýkur það burt alstaðar; það-
an stafa allar þær mörgu fermílur lands á Islandi, sem
nú eru ekki annað en auðir melar og grjótflakar, en vora
fyrmeir gróðurberandi. Það er ógurlegt tjón, sem ísland
hefir beðið í framleiðslumagni sinu við það að vatn og vind-
ur hefir flutt hina gróðurberandi jörð til og frá; ég hef
farið heilar dagleiðir um eyðimerkur þær, sem orðið hafa
til, er skógurinn hvarf. Yfirtak þessarar eyðileggingar
má sjá við Grímsstaði í Jökulsárdal (á Fjöllum;) þann bæ
hefir orðið að flytja sökum jarðfoks; fyrir 30 árum var
hann umhorfinn gróðursælum beitarhcgum og mýrum;
nú mænir túnið gamla, með bæjarrústunum á, eins og
klettur 10—15 fet ýfir sandauðnina; það er eins og hið
10—15 feta þykka jarðlag hafi fokið burt, líklega mest-
þartinn niður í Jökulsá. Alt umhverfis ný)a bæinn er
uppblásið land, og þegar bygt var, hefir eigandinn látið*
pappaskífu undir hvert naglahöfuð, líklega til þess að
geta dregið út naglana þegar flytja verður bæinn í næsta
sinn. A hinum eyðilegu grjótsléttum, þar sem ekki, að-
því er sýndist, var minsta ögn af jarðvegi, þar þyrluðust upp
á heiturn sumardegi margir rykmekkir, súlumyndaðir; það
vóru dálitlir þverbeinir hvirfilþytir, sem tókst að finna
þá litlu mold sem safnast hafði í lægðunum, og dreifðu
henni nú af afli víðsvegar urn sléttuna. Ég veit ekki
heldur betur en að íslendingar þekki vel á þessa fokgirni
jarðarinnar; þeir erja ekki túnin, eða ef þeir gera það,
þá þekja þeir jörðina aftur með grastorfi og þetta setur
mótmarkið á alla hina íslenzku jarðyrkju.
Að minni skoðun liggur hér fyrir verkefni, sem
skógurinn á að leysa; hann á að halda í jörðina, hann á
að veita skjól, svo að vatn og vindur geti ekki verið að
flytja hið gróðurberandi jarðlag fram og aftur. Það er
skógurinn einn sem þetta getur gert. Markmið félags-