Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 63
63
nærri því eins mikið, og er því unt að sjá hér og hvarr
hvað er neðsta lagið í móbergsmyndaninni. Má glögt sjá,
að það sem tekur við fyrst af blágrýtinu er ekki eldgos*
menjar heldur jökla, jökulurð með ísnúnum steinum; þetta
má jafnvel sjá utantil í Ólafsvíkurenni, en austar hefur
blágrýtið sigið svo, að það er lægra en yfirborð hafsins,
og er það ekki furða í nánd við svo magnaðan gosstað,
sem Snæfellsjökull hefur verið.
Ennþá greinilegra er þetta þó á ýmsum stöðum í Máfa-
hlíðarfjalli, og nær blágrýtisundirstaðan þar 3—400 fet,
eða meir, upp frá sjávarmáli.
Búlandshöíði heitir — eins og kunnugt er — norðan-
til á Máfahlíðarfjalli, þar sem það gengur fram að sjónum;
eru þar farnar brattar skriður, en skömmu austar liggur
gatan á blágrýtishjalla eða þrepi; þar upp af eru eun blá-
grýtishamrar, en svo tekur »móbergsmyndanin« við og
er þá komið að því, sem á að vera aðalefnið i grein þessari.
Neðarlega í móbergsmyndaninni er á þessum stað 70
—80 feta þykkt leirkent lag alleinkennilegt; eru í því greini-
lega isrákaðir steinar svo útlítandi, að auðsætt er, að straumvatn
hefur ekki um þá fjallað eftir að jökull fægði þá, því að fæg-
inguna og fínustu rákirnar tekur mjög fljótt af í straumi.
En einkum efst í laginu eru þó líka steinar, sem fremur
virðast vera vatnsbarðir. Yfirleitt er þó ekki í þessu lagi
eins mikið af steinum eins og vant er að vera á jökla-
móberginu; en það, sem einkennilegast er þessu lagi er það,
að í því er ákaflega tnikið af hajskeljabrotum og þó sum-
ar heilar, eða nærri því heilar, og er þetta hérumbil 600
ýetum yfir sjávarmálþ. e. a. s. efri röndin á laginu.
Bjóst ég svo lítið við að finna sjávarskeljar þarna hátt
uppi í hömrum, að ég hugði i fyrstu, að hvítu blettirnir,
sem sáust nokkuð álengdar, væru allt annað, enda hafa