Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 68
6«
skeljalagið, það, sem hefur að geyma svo merkilegar is-
aldarmenjar, og eru þó til eldri jöklamenjar á landinu en
það. En af þessu má greinilega marka, hversu afarólik-
legt það er, að »flest gráGteinshraun hafi runnið fyrir is-
öld« (Eimr. 1902 s. 113.)
Eftir að dóleríthraunið rann, hefnr kólnað enn á ný
og jöklar vaxið og hulið landið; er hraur.ið isnúið mjög.
Síðar urðu eldgos mikil og hlóðust þykk lög af ösku og
vikri ofan á dólerithraunið, en ennþá seinna var það,
sem bergið sprakk og *gangurinn« varð og einnig áður
er drepið á, eru til þarna jökulmenjar, sem eru yngri en
allt móbergið og gangurinn.
Nú er eitt vafasamt; ætla mætti að jökull hefði
bráðnað af dóleríthrauninu, síðan hlaðist ofan á það mó-
bergið, og enn síðar komið yfir jökull aftur, ætti þá
hraun-yfirborðið undir móberginu að vera isnúið. En á
hinn bóginn mætti hugsa sér, að öskugosin hefðu gerzt
áður en jökull kom á hraunið, en jökullinn siðan eytt
sumstaðar alveg nióberginu niður að hraunundirstöðunni,
en skilið eftir annarstaðar svo hundruðum feta skifti; væri
svo, þá mundi hraunyfirborðið undir móberginu ekki ís-
núið. Kann eg ekki með vissu frá því að segja að svo
stöddu, hvor af þessum hugmyndum muni réttari, en
helzt virtist mér, sem hið núna hraunyfirborð héldi áfram
innundir móbergslögin, og mundi þá hin fyrri réttari En þó
að svo væri, þá þyrfti samt alls ekki þvi að skifta hér,
að landið hefði tvisvar orðið aljökla en örísa þess á milli,
heldur mætti ætla, að gosin, þau er móbergið varð af,
hefðu brætt af jökulinn á nokkru svæði, án þess að
breyting yrði á loftslagi eða að minsta kosti nokkur
stórvægileg breyting.
Verður þetta að bfða nákvæmari rannsókna; enda
er varla nokkur furða, þó að margt sé enn í þoku, er
að ísaldar sögu landsins lýtur, þar sem óhætt er að full-