Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 116
116
í talnafræði, landafræði og dönsku var því nær ekkert
kent nema »dimittendum« í landafræði og reikningi stutt-
an tíma (svo sem hálfan mánuð) áður en þeir gengu und-
ir burtfarar próf.
Eftir það er B. Gröndal var korninn að Nesi gat
hann sett upp bókasafn sitt og komið því í lag; var' það
allstórt eftir því sem gera er hér á landi, ágætt í grískri,
latinskri og norrænni málfræði; svo átti hann og nokkuð af
þeim þýzkum bókum í fögru visindunum, sem þá vóru
taldar beztar. í öllum þessum fræðigreinum var Gröndal
mæta vel að sér, eins og lika alkunnugt er, að hann má
telja með hinum fremstu skáldum Islands að snjöllu orðfæri
og góðum smekk. Þótt hann í daglegri umgengni væri
fremur fálátur, þá lærði ég samt mikið af honum, og hinu
ágæta bókasafni hans á ég einnig mikið að þakka, þar
sem það vakti hjá mér lestrarfýsn og stuðlaði að því að laga
minar fyrstu hugmyudir um lærdóm og vísindi. Hitt þyk-
ir mér að öðru leyti leitt, að ég á sumrin las mikið,
sem ég hefði ekki átt að verja tíma til, einkum skáldsög-
ur (»rómana«) og lélegar ferðasögur, en þær heyrðu til
lestrarfélagi, sem lafði þá við enn og var, ef mig rétt
minnir, stofnað af Hannesi biskupi Finnssyni og Markúsi
stiftprófasti Magnússyni. Gröndal var bókavörður félags-
ins og bækurnar vóru mestmegnis skemtisögur, ferðasög-
ur og tímarit. Félagið leystist sundur af sjálfu sér skömmu
síðar og leifarnar af bókasafuinu vóru seldar við uppboð
í Reykjavik á einu af stríðsárunum. Eti hvað af söluverði
bókanna varð, er mér ekki kunnugt urn.
Tvo síðustu vetur skólaveru minnar var ég mjög ið-
inn og las þá æði mikið utan hjá, einkum í latinu t. d.
Virgil allan, eftir Livius 5 bækur, Quintilian 3, Tacitus
2 o. fl. Við þann lestur naut ég ótrauðrar vegleiðslu og
aðstoðar skólabróður rníns og trygðavinar, Arna Helgason-
ar, sem nú er stiftprófastur. í dönsku var ég og um