Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 142
142
til hans leitað. Við árslok hafði ég eftir ósk hans látið
honnm i té álit mitt um það, að sendir yrðu menn frá íslandi
(i úr hverju arnti) til Danmerkur, til þess að læra þar
undir nmsjón Landbúnaðarfélagsins bæði garðyrkju og
aðra jarðyrkju, er að notum gæti komið á Islandi. Collin
var um það skeið forseti félagsins. I árs byrjun 1817
skýrði hann mér frá konungs úrskurði þeim, sem eftir
tillögu frá stjórn sjóðsins til almennra þarfa (ad usus
publicos) var gefinn í máli þessu; var í konungs úrskurð-
inum falliztá það, sem ég fór fram á í umsögn minni.
Um sama leyti tilkynti Moltke greifi mér, að kon-
ungur 20 jan. s. á. (1817) hefði skipað nefnd, og væru í henni
Moltke sjálfur, forseti nefndarinnar, etatsráð Holten, þeir
báðir úr rikisskulda stjórninni; konferenzráð Cold og et-
atsráð Orsted úr kansellíinu; etatsráð Kirstein og jústitsráð
Thonning úr tollkammerinu, enn fremur jústitsráð og hæsta-
réttar málaflutningsmaður Kiingberg, og prússneskur her-
foringi, (»general«) konsúll Tutein fyrir hönd austræna (»asla-
tiska«) verzlunarfélagsins; væri það ætlunarverk nefndarinn-
ar, að rannsaka núverandi ástand verzlunarfélagsins og semja
handa því einkaréttar skipun (Oktroi), sem því væri hag-
kvæmleg, því tími þeirrar, er það nú hefði, væri útrunn-
inn. Greifinn bætti því við, að hann í von um samþykki
konungs hefði kjörið mig skrifara nefndarinnar og fékk
hann mér því í hendui íjölda skjala, er hér að lutu. Ég
áleit það vera skyldu mína að taka á móti svo heiðar-
legri útnefningu, sem kom mér í samband við svo marga
ágæta menn, sem enn vóru mér ókunnugir sumir hverj-
ir, hins vegar varð ég með sjálfum mér að kannast við,
að ég var alls ekki nægilega fær um að fást við málefni,
sem ég var svo algerlega ókunnugur. Benti ég greifanum á
það, en hann kvaðst einmitt hafa valið mig mið sérstaklegu
tilliti til þess, að málefnið væri mér ókunnugt, því hann
vissi fyrir fram, að félagið mundi neyta allrar orku til að