Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 191
191
að framan. Hann er enginn gáfumaður eða röksemdar
maður í embætti, en ekki vantar það, að hann hefirgóð-
an vilja. Nokkrum árum áður hatði hann verio í verzl-
unarstjórn Grænlands og Færeyja og var nýkvæntur aðnls-
ættar konu, dóttur Benzons í Christjansdal á Fjóni, sem
kvað verið hafa nákunningi hins núveranda konungs,
þegar hann sem landstjóri (Gouverneur) á Fjóni hafði að-
setur í Odense. Arið 1840 varð Hoppe »kommittéraður«
í rentukammerinu, eftir þáverandi fyrirkomuJagi, og með
því að það var bæði kunnugt áður og reyndist fljótt satt
að vera, að hann væri ekki sérlega vel hæfur i slíka stöðu,.
þá var honum skotið upp hingað til lands og með sama
gerður að kammerherra, í því skyni að sú vegtylla yrði
honum til stuðnings og gæfi honum meira ytra álit Frá
störfum neíndarinnar þarf ég ekki að skýra hér, þvi alt
hið verulegasta um þau eins og lika um fundinn 1839 á
að koma í nefndartíðindunum, sem verið er að búa und-
ir prentun og birtast rnunu á næsta ári. Ég skal að eins
geta þess, að ég var i allflestum nefndum og tókst á
hendur að semja álit í nokkrum helztu málunum, en þess
utan var mér falið á hendur að yfirskoða alt annað, er
sarnið var, álitsskjölin og skýrslurnar til stjórnarráðanna,
til þess að sem minst yrði hjáleitt í þeirn að orðfæri eða
órökrétt að hugsun. Mér er nær að halda, að það sé-
stórum erfiðara að hafa gætur á einu sem öðru í þvi,
sem aðrir gera, heldur en i þvi, sem maður gerir sjálfur,
þvi maður hlífist ekki við að breyta hjá sjálfum sér, en
nærgætnis skyldan bannar manni að vera of harður í að-
finningum við aðra.
A þessu ári var ég í tilefni af trúlofun ríkiserfingj-
ans sæmdur heiðursmerki dannebrogsmanna.
1843 var mér með konungs úrskurði 10 marz veitt
300 rd. launa viðbót frá ársbyrjun og enn fremur 300
rd. þóknun, að líkindum af því að ég í umsókninni um