Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 181
181
B. A. Blöndal, lón jónsson, og landfógeti St. Gunnlögsen
— skj'ldum koma saman á nefndarfund, er árið þar
á eftir og framvegis fyrst um sinn annaðhvort ár skj'Idi
halda eftir ákvæði stiftamtmanns og undir hans formensku,
til þess að íhuga öll hin mikilvægari almenn mál, er Island
snertu og sem send yrðu samkomu þessari frá hinum
konunglegu stjórnarráðum, sem og einnig, ef tiltækilegt
þætti, þær uppástungur, er einstakir nefndarmenn kynnu
fram að bera. I áðurnefndu konungsbréfi var nefndinni
einkanlega fyrirlagt að íhuga og kveða upp álit sitt um
það, hvernig haganlegast mætti skipa til um kosningar á
Islandi (samkvæmt tilskipun 15 maí 1834,1 gr. til hluttöku í
ráðgjafarþinginu í Hróarskeldu, og með hverjum hætti standa
skyldi kostnaðinn af þeirri bluttöku og af nefndarfundar-
haldi þessu. Svo sem í inngangs skyni þykir mér
ekki óviðeigandi að geta þess, að ég í ýtarlegu álitsskjali
til kansellíisins dags. 31 des. 1831 (í tilefni af tilskipun
28 maí og þar með fylgjandi kansellíbréfi 1 okt. s. á.)
hafði i ljósi látið, að íslandi mundi bezt henta að kott-
ungur sjálfur skipaði 3 fulltrúa (kansellíið hafði bent til
að 1 skyldi vera fyrir hvert amt), er fyrir hönd Islands
skyldu sitja á ráðgjafarþinginu í Hróarskeldu, í stað þess
að íþyngja landinu með flókinni og kostnaðarsamri kosn-
ingaraðferð, sem ekki væri sérlega mikils af að vænta; en
yrði ekki á þetta fallizt, þá mundi að öllum líkindum ráð-
legast, að stiftamtmaður boðaði amtmennina og nokkra aðra
menn vel viti bornaá fund til að íhuga þetta málogstinga upp
á almennum reglum fyrir því, hvernig fulltrúana skyldi kjósa
m. m. Arin 1832—1833 var ekkert gert í þessu efni, því
um fyrirkomulag ráðgjafarþinganna í Danmörk og hertoga-
dæmunum var ekki skipað til fulls fyr en með tilskipun-
inni 15 mai 1834 og þó var það eftir, að kosningarnar
sjálfar færu fram, svo að Hróarskelduþingið gat ekki kom-
ið saman fyr en haustið 1835. Af því nú enginn kosn-