Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 10
10
■sýna að kraftar anda hans hafa verið í fulln fjöri, þótt
gamall væri.
II.
IJklegast er »Kóngsdóttirin« (»The Princess«) það rit
Tennyson’s er einna bezt sýnir bæði kosti hans og galla.
Málið er hjer svo vandað og kveðandi svo snildarleg, að
lengra verður varla komizt. Það er hreinasta iiautn að
heyra lesin upp sum kvæðin sem hjer eru á kaflamótum
sem innskot; með hinum undarlegu og blíðu, nýju brag-
arháttum hljóta þau að hrífa hvert eyra, jafnvel þótt orð-
in ekki skildust. Sagan í ljóðunum er prýðilega sögð,
full af glæsilegum lýsingum; efnið í henni, eitt af þýð-
ingaru.estu málefnum mannkynsins, þrældótnur kvenna,
er hjer tekið fyrir með mikilli skáldskaparsnild og and-
ríki. En gallarnir leyna' sjer heldur ekki. Persónurnar
eru of daufar; með öllu sínu andriki og skynsemi vantar
þær þann hrifandi heilaga eld, sem t. d. Byron gat blásið
í brjóst hugsmíða sinna. Og við finnum að það er Eng-
lendingur sem rannsakar málið út frá sínu brezka sjónar-
miði og við sjáum loks að Tennyson hefur ekki heppnazt
að benda á nýja braut til að leysa þessa spurningu, held-
ur aðeins að sýna, að ein af þeim leiðum, sem í fljótu
bragði virðist sumum fær, er í raun og veru ófær. Rit-
ið hefur þannig mikla skáldlega þýðingu, en litla fyrir
sögu málsins.
Fyrst er lýsing á glaum og gleði á ensku höfðingjasetri.
Er þar til skemtunar sögð sagan um »Kóngsdóttur«, og á
milli kaflanna í sögunni eru svo sungin ljóð þau er áður
er um getið. Aðalpersónan í sögunni heitir ída, falleg
og fluggáfuð kóngsdóttir. Hún hefur í barnæsku verið
trúlofuð af föður sínum syni konungsins i nágrannarík-
inu, en er hún er fullorðin vill hún ekkert vita af þeim
ráðahag, og vill faðir hennar ekki gipta hana nauðuga,