Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 3
3
karl hefði ekki orðið hlessa, hefði einhver sagthonum,að
þessi litli, fátæki prestssonur ætti að verða ríkur bnrún
og fá það allt saman, auð og metorð, bara fyrir tórnan
skáldskap ?
Arið 1826 gáfu þeir bræðurnir Alfred og Charies út
safn af ljóðmælum sem lítið var tekið eptir, og skömmu
síðar var Alfred Tennyson settur til mennta við háskól-
ann í Cambridge. Þar kynntist hann ýmsum gáfuðum
jafnöldrum sinum, og má hjer nefna tvo, öðlinginn Rich-
ard Monkton Milnes, er síðar nefndist Lord Houghton,
og varð víðfrægur sem rithöfundur og stjórnmálamaður;
hinn var Arthur Hallam, sonur sagnaritarans fræga, ervar
að allra dómi er hann þekktu, eitthvert bezta mannsefnið,
er þá var við háskólann. Hann varð ástfólgnasti vinur
Tennysons, trúlofaðist systur hans, og hafði meiri áhrif
á vin sinn en nokkur annar maður.
Tennyson mun hafa slegið slöku við tiámið, en
gefið sig meira við skáldskapnum á háskólaárum sínum.
Hann íjekk 1829 gullpening háskólans fyrir kvæði um
borgina Timbuktú í Súdan. Árið 1830 gaf hann svo út
fyrsta kvæðasafn sitt með eigin nafni, »Poems, chiefly
lyrical«, og var því heldur vel tekið. Árið eptir fór hann
frá háskólanum, án þess að taka próf. Svo kom 1832
ljóðasafn hans »Poems«, og voru þar sumaf beztu kvæð-
um hans »Malaradóttirin«, »Maídrotningin«, »Oenone« o.
fi.; þóttu þau einkennileg, en mörgum geðjaðist ekki að
þeim; einkum kom flatt upp á menn hin nýja meðferð
hans á máli og kveðandi, og þótti óþarfa tilbreyting.
Árið 1833 barst honum mikil sorg að höndum,
Hallam vinur hans og tilvonandi mágur dó snögglega á
ferð í Austurríki. Fregnin um látið fjekk svo á Tenny-
son, að hann ætlaði varla að rísa undir henni; en smám-
saman rjenaði sorgin, og hann fór að reisa vin sínum
minnisvarða, hin dýrðlegustu og ógleymanlegustu erfiljóð
1*