Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 156
156
kærast, einnig í stjórnarráðunum, að hann ætti ekki til ís-
lands afturkvæmt. Nú er skipa átti stiftamtmanns emb-
ættið að nýju, þá var mikið um það rætt og róið und-
ir, eins og vant er að vera við slík tækifæri. Þáverandi »yfir-
auditör* Grímur Jónsson (G. Johnsson) *sótti af mesta kappi
um embætti þetta, og gekk sá orðrómur, að konungur drægi
heldur taum hans. En Mösting og alt rentukammerið
var honum mótsnúið og áleit, að hann væri ekki maður
fyrir slíku embætti, eða réttara sagt, ekki vel til þess fall-
inn eins og í þann tima var ástatt, og var það eflaust
ekki fjærri sanni, enda bættist og þar við, að hann hafði
engin »prívat« efni til að halda sig að ytra hætti eins og
þeirri stöðu hæfði. Moltke nokkur, kammerjúnker, sonur
þáverandi yfirforseta (Overpræsident) Kaupmannahafnar,.
var tekinn fram yfir Gr. J. og studdi vist ekki alllítið
að því, að Moltke ætlaði þá að fara að eiga fröken nokkra
Bardenfleth, dóttur kammerherra eins, sem var inn undir
hjá prins Ferdinand, og hefir prinsinn eflaust haldið hon-
um fram til virðinga. Það er annars einkennilegt, að
rentukammerið í tillögu sinni um veiting embættisins
beitti því sem agnúa gegn Gr. J. að Islendingar væru ó-
þjálir menn við að eiga, eða svo stóð fyrst, en Worm-
skjold með allan fínleikann mýkti úr, svo það var orðað
þannig »að sumir Islendingar væru stundum óþjálir við
að eiga.« Var þetta auðvitað frá Castenskjold komið og
frá Knuth greifa ef til vill líka, og átti að skiljast um
Magnús Stephensen og hans ættmenn. Þennan vetur
kom okkur Jensen sérlega vel saman, enda svo, að hann
fór að hafa mig að trúnaðarmanni og sagði oft, að ég
væri einn af þeim fáu, sem hann hefði ánægju af að tala
*) Grímur Jónsson, seinna amtmaöur yfir norður- og
austuramtinu, (t 1849) var „auditör“ við sjókadetta “Akademiið“'
(„yfirauditör“ að nafnbót.). Þ.