Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 88
88
gert og vel frá því gengið, og stendur það enu í dag
eins og fagur vottur þess, að [maðurinn hefir vald yfir
náttúrunni. En þegar því verki var lokið, þá stóð aftur
í stað, því þjóðin var ekki nógu þroskuð til þess a5
koma máli þessu lengra áleiðis. Á miðri 19. öld kemur
skógmálið upp aftur á Frakklandi. { útsuður frá fíordeanx
(Bordó) lá eyðiheiði, um 150 fermílur að stærð, og strjál-
bygð mjög af fátæku, fámennu fólki, sem komst ekki
áfram fyrir vatni, nema með því að ganga á stigstöngum.
Verkfróður maður, sem jafnframt var mannvinur, sá að
hér mátti við hjálpa með þvf að veita burt vatninu.
Hann vakti áhuga þeirra, er mestu réðu, á þessu máli og
ríkisstjórnin tókst á hendur að gera aðalleiðslurnar. Jafn-
framt veitti hún heiðarbúunum 5 miljónir franka sem
styrktarfé til að grafa siki og skurði, móti því, að ríkið
fengi helming lands þess er ynnist í aðra hönd. Verkið
var framkvæmt og gekk fljótt, er í ljós kom, að það var
arðberandi. Og einkennilegt er það, að ekki var hálfs-
eyris virði notað af hinum 5 miljónum til þessa fyrirtæk-
is; héraðsbúar vildu ekki láta jörð sína verða ríkis eign.
Á einum mannsaldri hafði þetta fámenna, strjála og fá-
tæka fólk umskapað hinar 150 heiðarlands fermílur í
frjóvsaman skóg, sem eigi aðeins veitti vínyrkjunni og
annari jarðyrkju skjól og hlé, heldur einnig á 30 árurn
margra miljóna tekjur fyrir námavið,* í beinan arð. Hér
um bil um srma leyti tóku menn á Frakklandi að ráða
bætur á skemdum þeim, er orðið höfðu á frjóvsömu lág-
lendi og af því komu, að skógarnir höfðu verið upp-
höggnir hátt uppi í fjöllum. Verkið var dugandi mönn-
um á hendur falið, hinum frakknesku skógfræðingum; þeir
urðu að hlaða stíflugarða og búa til sléttur á fjöllum uppi
*) Eins konai' furuviðar tegund, sem höfð er í stoðir og;
stólpa i námum.