Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 78
78
kærleikum hjá konungi, og konungur sýndi honum svo
mörg og mikil merki náðar sinnar, að enginn skortur
var þeirra manna, er vildu koma honum frá hirðinni sem
fyrst, og lögðu það til, að hann yrði skipaður í eitthvert
embætti; sögðu þeir, að hann gæti eins haldið áfram
þýðingum fornritanna fyrir það, en það væri unnið, að
launum hans ljetti þá af konungs-fjárhirzlunni. Varð sá
endir á þessu máli, að Þormóður var (10. júlí 1664)
skipaður skattheimtumaður í Stafangursstipti i Noregi
(Stiftamtforvalter, Stiftamtskriver, Kæmmereer). En sú
er sögn sumra manna, að einhver frændi Þormóðs hafi
á gildaskála lent i áflogum við mann nokkurn. Þormóð-
ur hafi þá ætlað að hjálpa frænda sínum, og hafi þá farið
svo, að maður sá, er þeir áttu við, beið bana. Ekkert
sannaðist fyllilega. Konungur hafi þá orðið Þormóði
reiður og látið hann þá burtu fara, en af því að rnargir
málsmetandi menn stóðu með Þormóði, hafi eigi meira
orðið úr þessu. Frændi Þormóðar flýði burtu og komst
svo undan.
Eigi undi Þormóður embætti því, er hann hafði feng-
ið. Fór hann því aptur til Kaupmannahafnar, og fjekk
lausn frá embættinu 22. ág. 1667, og varð þá sagnaritari
konungs (antiqvarius regius), og lauk nú við þýðingu Grá-
gásar, hinnar fornu lögbókar. 1665 kvæntist hann ekkju
norskri, er Anna Hansdóttir hjet, og var nefnd Stangeland,
eptir búgarði þeim á eynni Körmt, er svo heitir. Þor-
móður eignaðist þá jörð þessa, og bjó þar siðan til dauða-
dags.
Friðrik konungur III. dó 9. febr. 1670, og misti
Þormóður þá stöðu sína sem sagnaritari konungs, og
skömmu síðar kom fyrir sá atburður, að eigi var annað
sýnna, en lokið væri lífi Þormóðs og þar með sagnaritun
hans, en þótt sá yrði endir á því máli, að hann fjekk
að halda lífinu, þá varð þó þessi atburður þess valdandi,