Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 90
90
málefni heíir Þýzkaland ekki og hefir aldrei haft. Ég ætla
ekki hér að fara út í það að skýra frá, hvað því veldur.
Amerika er nýtt land og enn verður að ryðja þar skóg
til þess mönnum gefist rúm til bygðar. En eyðingin geng-
ur oft mikils til of fljótt og verður of víðtæk. Þar brenna
á ári hverju stórir skógarflákar. Ameríkuþjóðin er á háu
framfarastigi; menn, sem bera heita þjóðfélags ást í brjósti,
hafa séð, að eitthvað verður að gera til þess að stöðva
eyðilegginguna og koma upp nýjum skógum, en þeir mæta
mótspyrnu hjá þeim, er nú sem stendur hafa umráð yfir
skógunum og lifa á þvi að höggva upp og selja trén.
En það mundi þó geta tekizt að sigra þessa mótspyrnu.1
En sérþekkingu í skóglegum efnum vantar, þvi Ameríka
liefir enga skógyrkju. Menn sjá hvað vantar og hafa því
verið stofnaðir skógfræðiskólar, og menn kynna sér vand-
lega skógrit annara þjóða; en það verður ekki að lifandi
hugsun, það verður ekki að holdi og blóði. Ameríka ætti
heldur að gera eins og önnur lönd hafa gert, sem sé, að
fá sér útlenda skógfræðinga, koma sér upp skógyrkju; þá
munu upp af því vaxa ameríkskir skógfræðingar ug þá
getur Ameríka fengið sitt skógmál og fylgt því fram.
Rússland er að mörgu leyti mótsetning við Ameríku;
það hafði líka reynt að vekjaupp skógmál; það átti að fram-
leiða skóg á binum rússnesku heiðaflæmum (Stepper),
en á þeim er meginlandsloftslag og staðviðrasamt mjög;
það átti að fyrirbúa mönnum þeim, er þar búa, betri lífs-
kjör. Verk þetta var í hendur fengið hinum duglegu
rússnesku skógfræðingum og það var vel af hendi leyst;
en bygðarmenn þar misskildu tilganginn og héldu að nú
ætlaði ríkisstjórnin að taka frá sér jörðina; þeir réðust
þvi á þá, sem vóru að planta, og varð að vinna verkið
undir vernd og hlíf Kósakkaliðs. Það er skiljanlegt að
‘) Löggjöfin liefir lagt sina liönd á stór skógsvæði „Porest
reserves“.