Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 27
27
það, og að nrinsta kosti er ekki hægt að sanna f>að með
neinu því er skynsemi og þekking mannanna ræður yfir.
A hann þá að örvænta um annað lif og sælar samvistir
við vin sinn? Eða á hann að triia opinberun ritningar-
innar? Eða er hægt — þrátt fyrir allt — að draga nokkr-
ar ályktanir út úr gangi tilverunnar eins og við sjáum
hana, sem leyfi að telja slíkt mögulegt?
Tennyson svarar þessu aðeins fyrir sjálfan sig; jeg
trui að til sje annað lif, því mjer hefur fundist jeg hafa
fengið persónulega reynslu um það að hinn látni vinur
minn á mjer óljósan og óskiljanlegan hátt hefur verið í
návist anda míns eftir dauðann. Hann lýsir þessari vitr-
un sinni í dýrðlegu kvæði (Nr. 95). Þessa trú sína læt-
ur hann sjer nægja, og hann lýsir því svo snildarlega
livernig allt hugarstríð hans og sorg smámsaman hvarf
og breyttist í rólega gleði, að lesandinn sjer, að þetta er
i raun og veru langeðlilegast fyrir mann með hans gáfna-
lagi og lifsreynslu. A elliárum sinum hefur Tennyson
að bæn vinar síns látið í ljósi skoðanir sínar á trúmálum,
mjög stutt og laggott en eptir langa umhugsun: »Það
■er eitthvað til sem vakir yfir okkur, og einstaklings eðli vort
heldur áfram (eptir dauðann); petta er min trú, og petta
er öll min trú.« Og í sambandi við þessar frjálsu skoð-
anir hans á trúarbrögðum stendur líka krafa hans um
fullkonrið frjálsræði fyrir hvern einstakan mann til að
trúa hverju því er lífsreynsla hans og skynsemi geta sann-
fært hann um. Þetta kemur víða Ijóstfram hjá honum, of-
stækisfullir keniiimeun, sem trúarinnar vegna troða mann-
kærleikann undir fótum, fá marga hnútuna hjá honum,
og i draum Akbars setur hann upp sem fyrirmynd hinn
mikla keisara Indialands, er vill reyna að sætta trúflokk-
ana og láta mannkynið lifa í bróðerni.
»In Memoriam« er fyrst ogfremst innilegt kvæði, er
talar frá hjarta til hjarta, fnllt af finum athugasemdum og