Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1903, Blaðsíða 131
131
hann samt nauðalítið skynbragð á þau. En ég var ekki
enn í nógu miklu áliti fyrir þekkingu á Islands málum til
þess að ég í framburði málanna dirfðist að láta skoðun
mína alvarlega i ljósi, sízt þegar svo var, að Jensen átti
að fagna ótakmörkuðu trausti stjórnarráðsins svo sem sá
maður, er þekti íslenzku málin út í hörgul og þar að auki
léti sér einkar ant um velferð iandsins.
Ég átti því ekki annars úrkosti en að þegja og sjá
hverju fram yndi; hélt ég áfram handleiðslu í lögfræði
eins og áður og hafði góða aðsókn og með þeim hætti
góða afkomu. Þetta hafði og það gott i för með sér, að
ég komst i kunnugleika við fjölda manna og sparaði mér
niðurlægingu þá, sem ætíð fylgir með því að beiðast þókn-
ana (Gratialer). Alt um það var staða mín mjög óþægi-
leg, því auk þess að verkahringur minn var næsta þröng-
ur og að öðru leyti lítilfjörlegur, sakir óvirðingar þeirrar,
sem höfð hefir verið í Danmörk á öllu Islandi viðkom-
andi frá ómunatíð,—þá vóru eigi heldur neinar horfur á,
að ég gæti fengið embætti á íslandi, nema ef sýsla hefði
losnað, því um það leyti vóru engar likur til að neitt
losnaði í yfirréttinum og um landfógeta-embættið vildi ég
ekki sækja, er það losnaði 1813, og gekk mér það til,
að ég vildi að æskuvinur minn Sig. Thorgrimsen hlyti
það. Um það að fá embætti í Noregi hafði ég gefið frá
mér alla von sakir breytingar þeirrar, er á var orðin.
Árið 1815 sótti ég um leyfi að mega ferðast til ís-
lands og vóru ýmsar orsakir, sem hvöttu mig til þess,
fyrst það, að ég vildi um tíma fjarlægjast íslenzku málin,
sem urðu mér æ hvimleiðari sakir óreglu þeirrar og gjör-
ræðis, sem í þeim átti sér stað; í annan stað vildi ég kynna
mér ástand landsins, eins og það var þá, og koma mér
í kunnleika við helztu embættismennina, ogað endingu hugði
ég, ef kostur væri, á ráðahags stofnun, þar sem þó allarlíkur
vóru til þess að ég að nokkrum tíma liðnum yrði skipað-